Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 1-2 | Óskar Örn hetja KR Guðmundur Marinó Ingvarsson á Hásteinsvelli skrifar 8. júlí 2012 15:08 KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með því að leggja ÍBV 2-1 að velli á Hásteinsvelli í Eyjum í dag. ÍBV var lengi vel yfir en Óskar Örn Hauksson var hetja KR og skoraði tvö mörk á fimm síðustu mínútum leiksins. KR ætlar erfiðu leiðina að því að verja bikarmeistaratitilinn því ÍBV er þriðja úrvalsdeildarliðið sem KR slær úr leik í bikarnum í sumar en áður hafði liðið lagt ÍA og Breiðablik að velli. Eyþór Helgi Birgisson kom ÍBV yfir á 17. mínútu og virtist það mark ætla að duga heimamönnum því Abel Dhaira varði víti Óskar Arnar á 57. mínútu og við það virtust KR-ingar missa trúna. KR náði ekkert að skapa sér lengi vel á sama tíma og Eyjamenn fengu nokkur dauðafæri til að gera út um leikinn. KR-ingar geta þakka markverði sínum Hannesi Þór Halldórssyni, að vera ennþá inni í leiknum þegar Rúnar Kristinsson skipti Birni Jónssyni inná þegar fimm mínútur voru eftir en hann lagði upp fyrra mark Óskars Arnar með sinni fyrstu snertingu. Eyjamenn voru slegnir við markið og það nýtti KR sér. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Óskar Örn aftur og KR því komið í undanúrslit en ÍBV situr eftir með sárt ennið. Óskar Örn: Þekkjum tilfinninguna að vinna"Þetta var bikarleikur í hnotskurn. Maður má aldrei hætta fyrr en feita konan hefur sungið. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða," sagði Óskar Örn Hauksson hetja KR í leikslok. "Við duttum niður eftir að ég klikkaði úr vítinu en það að við höfum komið til baka eitt núll undir og fimm mínútur eftir sýnir að við höfðum trú á verkefninu og það er karakter í þessu liði. "Við þekkjum tilfinninguna að vinna og það er mikilvægt held ég. Við hugsuðum allir um bikarfögnuðinn frá því í fyrra þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við viljum þetta. "Þetta var erfiður leikur gegn einu besta liðinu á Íslandi. Það var rok og þetta er erfiður útivöllur," sagði Óskar að lokum. Magnús: Áttum að vera búnir að klára þetta"Það verður ekki súrara en þetta," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV eftir leikinn. "Við lékum mjög vel næstum því allan leikinn og lítil vandamál í gangi en svo gefum við eftir í lokin og það verður til þess að þeir ná að jafna og þá virðist fara smá trú úr okkar mönnum og þá kom þetta skot sem Abel virtist ekki ráða við. "Það er ótrúlega dapurt að fá á sig þetta sigurmark en við áttum að vera búnir að klára þetta áður. Við fengum færi til að komast í 2-0 en það gekk ekki í dag. "Það er rosalega algengt að mönnum sé refað ef þeir klára ekki færin og það gerðist í dag. Það er mjög grátlegt að detta út úr bikarnum af því að við klárum ekki dauðafæri einir gegn markmanni. "Okkur vantaði fjóra leikmenn í dag og það hafði sín áhrif þó breiddin sé góð. Það komu sterkir menn inn sem stóðu sig vel en þeir hafa ekki spilað mikið og þess vegna er erfitt að halda dampi. Þeir voru orðnir þreyttir í lokin og því þurfti að skipta. Rúnar: Gæðin í liðinu skiluðu sér"Þetta var leikur tveggja mjög góðra liða. Eyjamenn voru grimmir í dag en fótboltinn er 90 mínútur og við skoruðum tvö góð mörk í restina og kláruðum þetta," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í leikslok. "Við höfum trú á því sem við erum að gera og misstum hana aldrei. Við ákváðum í hálfleik að halda haus og gera það sem við ætluðum að gera og koma betur inn í leikinn og það gekk. Þeir reyndu að loka á okkur og það gekk ágætlega hjá þeim en við héldum alltaf áfram og það skilaði sér í lokin. "Þetta er engin meistaraheppni. Þetta er gæðin í liðinu. Við höfum gæðin og trú og við kláruðum þetta eins og menn. Það skiptir engu máli hvenær þú skorar," sagði Rúnar en það var skipting hans fimm mínútum fyrir leikslok sem gerði gæfu muninn. "Við sáum að það voru ákveðin svæði sem við gátum nýtt okkur og sem betur fer erum við komnir með Björn Jónsson heilan og hann er ótrúlega flínkur á litlum svæðum og hann fann lausnina og sendi á Óskar sem kláraði færið," sagði Rúnar sem alveg sama hvaða lið KR mætir í undanúrslitum, hann vill bara fá heimaleik. Íslenski boltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með því að leggja ÍBV 2-1 að velli á Hásteinsvelli í Eyjum í dag. ÍBV var lengi vel yfir en Óskar Örn Hauksson var hetja KR og skoraði tvö mörk á fimm síðustu mínútum leiksins. KR ætlar erfiðu leiðina að því að verja bikarmeistaratitilinn því ÍBV er þriðja úrvalsdeildarliðið sem KR slær úr leik í bikarnum í sumar en áður hafði liðið lagt ÍA og Breiðablik að velli. Eyþór Helgi Birgisson kom ÍBV yfir á 17. mínútu og virtist það mark ætla að duga heimamönnum því Abel Dhaira varði víti Óskar Arnar á 57. mínútu og við það virtust KR-ingar missa trúna. KR náði ekkert að skapa sér lengi vel á sama tíma og Eyjamenn fengu nokkur dauðafæri til að gera út um leikinn. KR-ingar geta þakka markverði sínum Hannesi Þór Halldórssyni, að vera ennþá inni í leiknum þegar Rúnar Kristinsson skipti Birni Jónssyni inná þegar fimm mínútur voru eftir en hann lagði upp fyrra mark Óskars Arnar með sinni fyrstu snertingu. Eyjamenn voru slegnir við markið og það nýtti KR sér. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Óskar Örn aftur og KR því komið í undanúrslit en ÍBV situr eftir með sárt ennið. Óskar Örn: Þekkjum tilfinninguna að vinna"Þetta var bikarleikur í hnotskurn. Maður má aldrei hætta fyrr en feita konan hefur sungið. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða," sagði Óskar Örn Hauksson hetja KR í leikslok. "Við duttum niður eftir að ég klikkaði úr vítinu en það að við höfum komið til baka eitt núll undir og fimm mínútur eftir sýnir að við höfðum trú á verkefninu og það er karakter í þessu liði. "Við þekkjum tilfinninguna að vinna og það er mikilvægt held ég. Við hugsuðum allir um bikarfögnuðinn frá því í fyrra þegar við komum út í seinni hálfleikinn. Við viljum þetta. "Þetta var erfiður leikur gegn einu besta liðinu á Íslandi. Það var rok og þetta er erfiður útivöllur," sagði Óskar að lokum. Magnús: Áttum að vera búnir að klára þetta"Það verður ekki súrara en þetta," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV eftir leikinn. "Við lékum mjög vel næstum því allan leikinn og lítil vandamál í gangi en svo gefum við eftir í lokin og það verður til þess að þeir ná að jafna og þá virðist fara smá trú úr okkar mönnum og þá kom þetta skot sem Abel virtist ekki ráða við. "Það er ótrúlega dapurt að fá á sig þetta sigurmark en við áttum að vera búnir að klára þetta áður. Við fengum færi til að komast í 2-0 en það gekk ekki í dag. "Það er rosalega algengt að mönnum sé refað ef þeir klára ekki færin og það gerðist í dag. Það er mjög grátlegt að detta út úr bikarnum af því að við klárum ekki dauðafæri einir gegn markmanni. "Okkur vantaði fjóra leikmenn í dag og það hafði sín áhrif þó breiddin sé góð. Það komu sterkir menn inn sem stóðu sig vel en þeir hafa ekki spilað mikið og þess vegna er erfitt að halda dampi. Þeir voru orðnir þreyttir í lokin og því þurfti að skipta. Rúnar: Gæðin í liðinu skiluðu sér"Þetta var leikur tveggja mjög góðra liða. Eyjamenn voru grimmir í dag en fótboltinn er 90 mínútur og við skoruðum tvö góð mörk í restina og kláruðum þetta," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í leikslok. "Við höfum trú á því sem við erum að gera og misstum hana aldrei. Við ákváðum í hálfleik að halda haus og gera það sem við ætluðum að gera og koma betur inn í leikinn og það gekk. Þeir reyndu að loka á okkur og það gekk ágætlega hjá þeim en við héldum alltaf áfram og það skilaði sér í lokin. "Þetta er engin meistaraheppni. Þetta er gæðin í liðinu. Við höfum gæðin og trú og við kláruðum þetta eins og menn. Það skiptir engu máli hvenær þú skorar," sagði Rúnar en það var skipting hans fimm mínútum fyrir leikslok sem gerði gæfu muninn. "Við sáum að það voru ákveðin svæði sem við gátum nýtt okkur og sem betur fer erum við komnir með Björn Jónsson heilan og hann er ótrúlega flínkur á litlum svæðum og hann fann lausnina og sendi á Óskar sem kláraði færið," sagði Rúnar sem alveg sama hvaða lið KR mætir í undanúrslitum, hann vill bara fá heimaleik.
Íslenski boltinn Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira