Þóra segist hafa brotið blað í sögunni BBI skrifar 1. júlí 2012 00:04 Þóra Arnórsdóttir segist hafa brotið blað í Íslandssögunni með framboði sínu. Þetta sagði hún þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningavöku í Hafnarhúsinu í kvöld. Þar uppskar hún mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Það að fara gegn sitjandi forseta til 16 ára og velgja honum svo undir uggum að hann þurfti að fara í heljarinnar kosningabaráttu" braut blað í sögunni að mati Þóru. Þóra lýsti miklu þakklæti í ræðu sinni. Hún sagði orð ekki geta lýst gleðinni og þakklætinu yfir öllum þeim stuðningi sem hún hefur fengið meðal fólksins í kringum hana. Hún sagði kosningabaráttuna verið magnað ferðalag. Hún lýsti þeirri skemmtilegu u-beygju sem tilvera hennar hefur tekið frá því að reka bændagistingu á Önundarfirði síðasta sumar og þvo sængurföt fyrir ferðamenn til þess að bjóða sig fram til forseta, við mikinn fögnuð viðstaddra. Hún sagði að með framboðinu hefði hún og samstarfsfólk hennar haft áhrif á samfélagið sitt og það væri aðalatriðið. Fleiri á Íslandi hefðu áttað sig á því að það væri þörf á nýjum tóni á Íslandi og fólk þyrfti að fara að snúa bökum saman. Þegar Þóra og Svavar gengu inn á kosningavökuna mættu þeim mikil fagnaðarlæti og minnti inngangan helst á göngu Hollywood-stjarna eftir rauða dreglinum. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá ræðu Þóru. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir segist hafa brotið blað í Íslandssögunni með framboði sínu. Þetta sagði hún þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningavöku í Hafnarhúsinu í kvöld. Þar uppskar hún mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Það að fara gegn sitjandi forseta til 16 ára og velgja honum svo undir uggum að hann þurfti að fara í heljarinnar kosningabaráttu" braut blað í sögunni að mati Þóru. Þóra lýsti miklu þakklæti í ræðu sinni. Hún sagði orð ekki geta lýst gleðinni og þakklætinu yfir öllum þeim stuðningi sem hún hefur fengið meðal fólksins í kringum hana. Hún sagði kosningabaráttuna verið magnað ferðalag. Hún lýsti þeirri skemmtilegu u-beygju sem tilvera hennar hefur tekið frá því að reka bændagistingu á Önundarfirði síðasta sumar og þvo sængurföt fyrir ferðamenn til þess að bjóða sig fram til forseta, við mikinn fögnuð viðstaddra. Hún sagði að með framboðinu hefði hún og samstarfsfólk hennar haft áhrif á samfélagið sitt og það væri aðalatriðið. Fleiri á Íslandi hefðu áttað sig á því að það væri þörf á nýjum tóni á Íslandi og fólk þyrfti að fara að snúa bökum saman. Þegar Þóra og Svavar gengu inn á kosningavökuna mættu þeim mikil fagnaðarlæti og minnti inngangan helst á göngu Hollywood-stjarna eftir rauða dreglinum. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá ræðu Þóru.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira