Heimir Guðjóns: Vissum að Bjarki myndi spila vel í þessum leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 20:25 Mynd/Vilhelm Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með 1-1 jafntefli liðsins gegn AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Leikið var á Råsunda-leikvanginum í Solna í Svíþjóð í dag. „Þetta var góður leikur af hálfu FH. Við spiluðum sterkan varnarleik og beyttum skyndisóknum. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru við í smá basli en eftir það fannst mér leikurinn í jafnvægi. Við fengum ágætis færi í þessum leik," sagði Heimir. Atli Guðnason skoraði mark FH-inga í fyrri hálfleik þegar skot hans utarlega úr teignum hrökk af varnarmanni og í netið. Úrslitin frábær gegn sænska liðinu sem hefur slegið út þrjú íslensk lið síðastliðin sautján ár. „Við erum auðvitað ánægðir með jafntefli en gerum okkur grein fyrir að það er leikur í næstu viku," sagði Heimir ánægður með varnarleik sinna manna. „Mér fannst við ná að loka vel á spilið þeirra. Það voru einhver skot fyrir utan en annars náðum við að loka vel. Þeir sköpuðu ekki mikið í seinni hálfleik. Það vantaði upp á hjálparvörnina í markinu þeirra en engu að síður fín úrslit." Leikurinn var í beinni útsendingu á Eurosport og vakti athygli lýsenda frábær frammistaða Bjarka Bergmanns Gunnlaugssonar á miðjunni hjá FH. Bjarki varð 39 ára í mars síðastliðnum. „Það vita allir hvað Bjarki Gunnlaugsson kann og getur í fótbolta. Við vissum að Bjarki myndi spila vel í þessum leik. Hann er gríðarlega reyndur, hefur spilað svona leiki áður og á þessu velli áður. Hann var frábær í þessum leik," sagði Heimir. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Frábær úrslit hjá FH-ingum gegn AIK FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og gerðu 1-1 jafntefli gegn AIK í fyrri viðureign félaganna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en leikið var í Solna í Svíþjóð. 19. júlí 2012 15:45 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með 1-1 jafntefli liðsins gegn AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Leikið var á Råsunda-leikvanginum í Solna í Svíþjóð í dag. „Þetta var góður leikur af hálfu FH. Við spiluðum sterkan varnarleik og beyttum skyndisóknum. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru við í smá basli en eftir það fannst mér leikurinn í jafnvægi. Við fengum ágætis færi í þessum leik," sagði Heimir. Atli Guðnason skoraði mark FH-inga í fyrri hálfleik þegar skot hans utarlega úr teignum hrökk af varnarmanni og í netið. Úrslitin frábær gegn sænska liðinu sem hefur slegið út þrjú íslensk lið síðastliðin sautján ár. „Við erum auðvitað ánægðir með jafntefli en gerum okkur grein fyrir að það er leikur í næstu viku," sagði Heimir ánægður með varnarleik sinna manna. „Mér fannst við ná að loka vel á spilið þeirra. Það voru einhver skot fyrir utan en annars náðum við að loka vel. Þeir sköpuðu ekki mikið í seinni hálfleik. Það vantaði upp á hjálparvörnina í markinu þeirra en engu að síður fín úrslit." Leikurinn var í beinni útsendingu á Eurosport og vakti athygli lýsenda frábær frammistaða Bjarka Bergmanns Gunnlaugssonar á miðjunni hjá FH. Bjarki varð 39 ára í mars síðastliðnum. „Það vita allir hvað Bjarki Gunnlaugsson kann og getur í fótbolta. Við vissum að Bjarki myndi spila vel í þessum leik. Hann er gríðarlega reyndur, hefur spilað svona leiki áður og á þessu velli áður. Hann var frábær í þessum leik," sagði Heimir.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Frábær úrslit hjá FH-ingum gegn AIK FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og gerðu 1-1 jafntefli gegn AIK í fyrri viðureign félaganna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en leikið var í Solna í Svíþjóð. 19. júlí 2012 15:45 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra Sjá meira
Frábær úrslit hjá FH-ingum gegn AIK FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og gerðu 1-1 jafntefli gegn AIK í fyrri viðureign félaganna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en leikið var í Solna í Svíþjóð. 19. júlí 2012 15:45