"KSÍ ráðlagði okkur að láta þá ekki skrifa undir samning" Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júlí 2012 14:38 Halldór Sigurðsson, þjálfari Tindastóls. Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. Þetta kom fram í máli Halldórs Sigurðssonar, þjálfara Tindastóls í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. KSÍ taldi að með þessum hætti gæti Tindastóll komist hjá því að greiða fyrrum félögum leikmannana uppeldisbætur. En þetta þýðir einnig að þeir félagar voru ekki samningsbundnir Tindastóli og geta því skipt yfir í annað lið án þess að Tindastóll hafi nokkuð um það að segja. "Upprunalega hafði framkvæmdastjórinn hjá okkur samband við KSÍ og þar var honum ráðlagt að gera ekki KSÍ samning við erlendu leikmennina okkar. Við erum auðvitað bara lítið og óreynt lið í þessum bransa og áttuðum okkur kannski ekki á þessu. Við treystum auðvitað ráðleggingum KSÍ en reynsluleysi okkar í þessum efnum hafði líka sitt að segja. En svona er þetta bara, fólk gerir mistök", sagði Halldór. Hafþór Hafliðason hjá umboðsskrifstofunni Sportic, hefur staðið fyrir milligöngu fjölmargar breskra leikmanna til íslenskra liða án nokkurra vandkvæða. "Ég hef engin dæmi um það að erlend lið sækist eftir uppeldisbótum frá íslenskum liðum. Ef menn eru í einhverjum vafa um að slíkt sé í uppsiglingu er það leyst á mjög einfaldan máta. Við óskum bara eftir staðfestingu frá viðkomandi félagi þar sem fram kemur að það ætli ekki að fara fram á uppeldisbætur. Þær beiðnir sem við höfum sent frá okkur hefur öllum verið svarað á jákvæðan hátt, án undantekninga", sagði Hafþór. "Svo má einnig benda á að uppeldisbótakerfið er sett á laggirnar til að vernda minni félög frá því að missa unga og efnilega leikmenn til stærri liða án þess að nokkur greiðsla eigi sér stað. Það kæmi mér í opna skjöldu ef atvinnumannalið á Englandi færi að nota þetta kerfi til að sækja pening til félaga eins og Tindastóls", sagði Hafþór. Brotthvarf þeirra Everson og Furness frá Tindastóli eru liðinu mikil blóðtaka en þeir félagar hafa báðir staðið vel með félaginu í 1.deildinni í sumar. Til að mynda hafa þeir félagar samtals skorað 13 af 22 mörkum félagsins í sumar. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Ráðleggingar frá starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands urðu til þess að Ben Everson og Theodore Furness, leikmenn 1.deildarliðs Tindastóls eru báðir á leið frá félaginu, án greiðslu, Everson til Breiðabliks og Fuerness til ÍA. Forráðamenn Tindastóls fóru að ráðum sambandsins og ákváðu að láta erlendu leikmenn sína ekki skrifa undir svokallaðan KSÍ-samning. Þetta kom fram í máli Halldórs Sigurðssonar, þjálfara Tindastóls í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun. KSÍ taldi að með þessum hætti gæti Tindastóll komist hjá því að greiða fyrrum félögum leikmannana uppeldisbætur. En þetta þýðir einnig að þeir félagar voru ekki samningsbundnir Tindastóli og geta því skipt yfir í annað lið án þess að Tindastóll hafi nokkuð um það að segja. "Upprunalega hafði framkvæmdastjórinn hjá okkur samband við KSÍ og þar var honum ráðlagt að gera ekki KSÍ samning við erlendu leikmennina okkar. Við erum auðvitað bara lítið og óreynt lið í þessum bransa og áttuðum okkur kannski ekki á þessu. Við treystum auðvitað ráðleggingum KSÍ en reynsluleysi okkar í þessum efnum hafði líka sitt að segja. En svona er þetta bara, fólk gerir mistök", sagði Halldór. Hafþór Hafliðason hjá umboðsskrifstofunni Sportic, hefur staðið fyrir milligöngu fjölmargar breskra leikmanna til íslenskra liða án nokkurra vandkvæða. "Ég hef engin dæmi um það að erlend lið sækist eftir uppeldisbótum frá íslenskum liðum. Ef menn eru í einhverjum vafa um að slíkt sé í uppsiglingu er það leyst á mjög einfaldan máta. Við óskum bara eftir staðfestingu frá viðkomandi félagi þar sem fram kemur að það ætli ekki að fara fram á uppeldisbætur. Þær beiðnir sem við höfum sent frá okkur hefur öllum verið svarað á jákvæðan hátt, án undantekninga", sagði Hafþór. "Svo má einnig benda á að uppeldisbótakerfið er sett á laggirnar til að vernda minni félög frá því að missa unga og efnilega leikmenn til stærri liða án þess að nokkur greiðsla eigi sér stað. Það kæmi mér í opna skjöldu ef atvinnumannalið á Englandi færi að nota þetta kerfi til að sækja pening til félaga eins og Tindastóls", sagði Hafþór. Brotthvarf þeirra Everson og Furness frá Tindastóli eru liðinu mikil blóðtaka en þeir félagar hafa báðir staðið vel með félaginu í 1.deildinni í sumar. Til að mynda hafa þeir félagar samtals skorað 13 af 22 mörkum félagsins í sumar.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira