Páll Viðar: Var að spá í að ná í pútterinn út í rútu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 07:00 Mynd / Anton Þórsarar eru mættir til Tékklands þar sem liðið mætir FK Mladá Boleslav í samnefndum bæ í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Eftir þrjú flug og næturgistingu í London æfðu Þórsarar á velli tékkneska liðsins í gær. Æfingin var rétt að hefjast þegar undirritaður náði tali af Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara liðsins, í gær. „Þetta er copy-paste frá því síðast. Vegalengdin er ekki löng en með millilendingum, gistingu yfir nótt og biðtíma tekur þetta tíma," sagði Páll Viðar á meðan hann fylgdist með leikmönnum sínum skokka úr sér ferðaþreytuna. „Auðvitað eru menn misjafnir eftir aldri og ástandi að loknu svona ferðalagi. En menn verða klárir á morgun. Það er alveg klárt," sagði Páll Viðar sem hafði ekkert nema gott um aðstæður ytra að segja. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda verksmiðjuhverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda bifreiðar úti um allt," sagði Páll Viðar og hrósaði grasinu á vellinum sérstaklega. „Þetta er teppi. Ég var að spá í að ná í pútterinn út í rútu." KR-ingar biðu afhroð í viðureign sinni gegn HJK frá Helsinki í gær 7-0 í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eyjamenn féllu út gegn St. Patrick's frá Írlandi og FH átti í töluverðu basli með Eschen/Mauren frá Liechtenstein. Þórsarar hins vegar slógu út írska liðið Bohemians eftir 5-1 sigur á Þórsvelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Það gekk upp það sem við ætluðum að gera í 1. umferðinni. Við náðum fínum úrslitum úti, kannski af því að við vorum litla liðið, og skoruðum svo góð mörk heima. Við leggjum þetta svipað upp en við áttum okkur á því að þetta er sterkara lið," segir Páll Viðar sem leggur áherslu á að liðið eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn á AKureyri eftir viku. „Við reynum allt sem við getum til að ná eins góðum úrslitum og við getum til að fá alvöru leik á Þórsvelli eftir viku. Það er markmiðið. Menn eru klárir að leggja sig alla í það þó það sé ekki nema bara fyrir fólkið heima á Akureyri að komast á völlinn og sjá alvöru leik," og nefndi í því sambandi að lítill áhugi væri væntanlega í Vesturbænum fyrir síðari viðureign KR og HJK á þriðjudag. „Það er auðvelt að setja sér það markmið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn," segir Páll Viðar og uppskriftin fyrir leikin á morgun er einföld. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur fyrir hvern annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaumst komum til með að fá." Leikur Mladá Boleslav og Þórs hefst klukkan 17 og verður fylgst með gangi mála á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Þórsarar eru mættir til Tékklands þar sem liðið mætir FK Mladá Boleslav í samnefndum bæ í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Eftir þrjú flug og næturgistingu í London æfðu Þórsarar á velli tékkneska liðsins í gær. Æfingin var rétt að hefjast þegar undirritaður náði tali af Páli Viðari Gíslasyni, þjálfara liðsins, í gær. „Þetta er copy-paste frá því síðast. Vegalengdin er ekki löng en með millilendingum, gistingu yfir nótt og biðtíma tekur þetta tíma," sagði Páll Viðar á meðan hann fylgdist með leikmönnum sínum skokka úr sér ferðaþreytuna. „Auðvitað eru menn misjafnir eftir aldri og ástandi að loknu svona ferðalagi. En menn verða klárir á morgun. Það er alveg klárt," sagði Páll Viðar sem hafði ekkert nema gott um aðstæður ytra að segja. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda verksmiðjuhverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda bifreiðar úti um allt," sagði Páll Viðar og hrósaði grasinu á vellinum sérstaklega. „Þetta er teppi. Ég var að spá í að ná í pútterinn út í rútu." KR-ingar biðu afhroð í viðureign sinni gegn HJK frá Helsinki í gær 7-0 í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eyjamenn féllu út gegn St. Patrick's frá Írlandi og FH átti í töluverðu basli með Eschen/Mauren frá Liechtenstein. Þórsarar hins vegar slógu út írska liðið Bohemians eftir 5-1 sigur á Þórsvelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Það gekk upp það sem við ætluðum að gera í 1. umferðinni. Við náðum fínum úrslitum úti, kannski af því að við vorum litla liðið, og skoruðum svo góð mörk heima. Við leggjum þetta svipað upp en við áttum okkur á því að þetta er sterkara lið," segir Páll Viðar sem leggur áherslu á að liðið eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn á AKureyri eftir viku. „Við reynum allt sem við getum til að ná eins góðum úrslitum og við getum til að fá alvöru leik á Þórsvelli eftir viku. Það er markmiðið. Menn eru klárir að leggja sig alla í það þó það sé ekki nema bara fyrir fólkið heima á Akureyri að komast á völlinn og sjá alvöru leik," og nefndi í því sambandi að lítill áhugi væri væntanlega í Vesturbænum fyrir síðari viðureign KR og HJK á þriðjudag. „Það er auðvelt að setja sér það markmið að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn," segir Páll Viðar og uppskriftin fyrir leikin á morgun er einföld. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur fyrir hvern annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaumst komum til með að fá." Leikur Mladá Boleslav og Þórs hefst klukkan 17 og verður fylgst með gangi mála á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1 Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs. 12. júlí 2012 00:01