Anton Sveinn: Síðasti maðurinn upp úr lauginni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 28. júlí 2012 06:00 Anton Sveinn McKee heilsar hér Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Mynd/Valli Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Anton Sveinn McKee sundmaður er sá fyrsti sem keppir á leikunum nú. Anton Sveinn mun stinga sér til sunds í 400 m fjórsundi klukkan 9.00 í dag. Þetta er fyrsta keppnisgreinin í sundinu og Anton Sveinn verður í fyrsta riðli. „Ég er spenntur en um leið stressaður," sagði Anton þegar blaðamaður hitti á hann í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru fyrstu leikarnir mínir og maður vill standa sig vel. Ég finn líka fyrir ákveðinni pressu sem ég set á sjálfan mig." Anton var einn þeirra sem þurfti að bíða eftir boði FINA, Alþjóðasundsambandsins, um að fá að keppa á leikunum. Hann viðurkennir að biðin hafi verið erfið. „Já, mjög erfið. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég kæmist inn eða ekki. Dagarnir voru margir hverjir erfiðir og ég hættur að nenna að standa í þessu. En það var svo gaman að fá fréttirnar, sérstaklega þar sem ég fékk boð í tvær greinar. Það var í raun fullkomið en fyrst og fremst ótrúlega mikill léttir." Hinn nítján ára Anton Sveinn er vitanlega á sínu fyrstu leikum en býr þó á ákveðinni reynslu sem kemur sér til góðs nú. „Ég fór á Ólympíuleika ungmenna og svipar þar allt mjög til umhverfisins hér - þó svo að þetta sé allt mun stærra í sniðum. Það var góður undirbúningur fyrir mig." Æfingarnar hafa gengið vel og stefnir hann á, eins og allir sundmennirnir, að toppa hér leikunum. „Reyndar var árangurinn minn á EM í Ungverjalandi ekki samkvæmt væntingum og því höfum við lagt áherslu á að byggja mig upp síðan þá og voru æfingarnar því mjög þungar." „En ég hef verið að trappa mig niður með þeim tilgangi að toppa hér og ná eins góðum árangri og mögulegt er. Það er ekki langt síðan ég vissi að ég væri að koma hingað en ég gerði eins vel og ég gat úr þessu og ég er ánægður með ferlið allt saman." Anton Sveinn er eini langsundsmaðurinn í íslensku sveitinni og æfingar hans öðruvísi en hinna. „Helsti munurinn er að ég æfi mun meira úthald. Ég þarf ekki á þessari snerpu að halda. Þegar það eru sprettir hjá hinum - kannski tvisvar sinnum 50 metrar - er ég að taka sex sinnum 100 metra á fullum hraða." „Ég æfi því lengur og geri öðruvísi æfingar. Þetta er kannski ekki erfiðara en bara tímafrekara. Ég er yfirleitt einn að klára æfingarnar og síðasti maður upp úr lauginni." Um markmiðin sín segir Anton Sveinn að hann vilji bæta Íslandsmetin sín í bæði 400 m fjórsundi og 1500 m skriðsundi. „Það væri fullkomið. Ég er enn að átta mig á því hvaða tíma maður vill fá en það væri frábært að bæta sig." „Ég hef verið mikið í fjórsundinu á þessu tímabili og æft mig mjög mikið í þeirri grein. Ég held að ég eigi góðan möguleika á að bæta mig í henni." „En svo er aldrei að vita hvað gerist því þetta er frábrugðið öllu öðru sem ég hef gert áður, hvort sem það er EM eða HM. Það jafnast ekkert á við að stinga sér til sunds á Ólympíuleikum - ég held að allir geta verið sammála um það."Anton Sveinn McKee 19 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 400 m fjórsund: 28. júlí 1500 m skriðsund: 3. ágúst Sund Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Anton Sveinn McKee sundmaður er sá fyrsti sem keppir á leikunum nú. Anton Sveinn mun stinga sér til sunds í 400 m fjórsundi klukkan 9.00 í dag. Þetta er fyrsta keppnisgreinin í sundinu og Anton Sveinn verður í fyrsta riðli. „Ég er spenntur en um leið stressaður," sagði Anton þegar blaðamaður hitti á hann í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru fyrstu leikarnir mínir og maður vill standa sig vel. Ég finn líka fyrir ákveðinni pressu sem ég set á sjálfan mig." Anton var einn þeirra sem þurfti að bíða eftir boði FINA, Alþjóðasundsambandsins, um að fá að keppa á leikunum. Hann viðurkennir að biðin hafi verið erfið. „Já, mjög erfið. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég kæmist inn eða ekki. Dagarnir voru margir hverjir erfiðir og ég hættur að nenna að standa í þessu. En það var svo gaman að fá fréttirnar, sérstaklega þar sem ég fékk boð í tvær greinar. Það var í raun fullkomið en fyrst og fremst ótrúlega mikill léttir." Hinn nítján ára Anton Sveinn er vitanlega á sínu fyrstu leikum en býr þó á ákveðinni reynslu sem kemur sér til góðs nú. „Ég fór á Ólympíuleika ungmenna og svipar þar allt mjög til umhverfisins hér - þó svo að þetta sé allt mun stærra í sniðum. Það var góður undirbúningur fyrir mig." Æfingarnar hafa gengið vel og stefnir hann á, eins og allir sundmennirnir, að toppa hér leikunum. „Reyndar var árangurinn minn á EM í Ungverjalandi ekki samkvæmt væntingum og því höfum við lagt áherslu á að byggja mig upp síðan þá og voru æfingarnar því mjög þungar." „En ég hef verið að trappa mig niður með þeim tilgangi að toppa hér og ná eins góðum árangri og mögulegt er. Það er ekki langt síðan ég vissi að ég væri að koma hingað en ég gerði eins vel og ég gat úr þessu og ég er ánægður með ferlið allt saman." Anton Sveinn er eini langsundsmaðurinn í íslensku sveitinni og æfingar hans öðruvísi en hinna. „Helsti munurinn er að ég æfi mun meira úthald. Ég þarf ekki á þessari snerpu að halda. Þegar það eru sprettir hjá hinum - kannski tvisvar sinnum 50 metrar - er ég að taka sex sinnum 100 metra á fullum hraða." „Ég æfi því lengur og geri öðruvísi æfingar. Þetta er kannski ekki erfiðara en bara tímafrekara. Ég er yfirleitt einn að klára æfingarnar og síðasti maður upp úr lauginni." Um markmiðin sín segir Anton Sveinn að hann vilji bæta Íslandsmetin sín í bæði 400 m fjórsundi og 1500 m skriðsundi. „Það væri fullkomið. Ég er enn að átta mig á því hvaða tíma maður vill fá en það væri frábært að bæta sig." „Ég hef verið mikið í fjórsundinu á þessu tímabili og æft mig mjög mikið í þeirri grein. Ég held að ég eigi góðan möguleika á að bæta mig í henni." „En svo er aldrei að vita hvað gerist því þetta er frábrugðið öllu öðru sem ég hef gert áður, hvort sem það er EM eða HM. Það jafnast ekkert á við að stinga sér til sunds á Ólympíuleikum - ég held að allir geta verið sammála um það."Anton Sveinn McKee 19 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 400 m fjórsund: 28. júlí 1500 m skriðsund: 3. ágúst
Sund Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira