Umfjöllun: Þór - Mlada Boleslav 0-1 | Þórsarar klikkuðu á tveimur vítum Björn Ívar Björnsson á Þórsvelli skrifar 26. júlí 2012 18:45 Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi. Það var nokkuð hvasst á Akureyri í kvöld þegar Þór tók á móti FK Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega en gestirnir frá Tékklandi mun meira með boltann. Þórsarar beyttu skyndisóknum og Sveinn Elías Jónsson átti tvö fín færi eftir um tíu mínútna leik. Það var svo á 31. Mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Lukas Magera sem skoraði af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Jakob Mares sem var atkvæðamikill í liði gestanna. Aðeins tveimur mínútum seinna fengu Þórsarar vítaspyrnu þegar fyrirliði gestanna handlék knöttinn innan teigs. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en spyrnan var slök. Jan Seda í marki gestanna varði boltinn beint aftur til Ármanns sem var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að láta Seda í markinu verja aftur. Á lokamínútu hálfleiksins fékk framherji Tékkanna mjög gott færi eftir góðan undirbúning hjá fyrrnefndum Mares. Joshua Wicks sem stóð í marki Þórs í fyrsta sinn varði glæsilega. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir meira með boltann en næstu 10 mínútur voru algjörlega eign Þórs. Klárlega besti kafli þeirra í leiknum. Á 52. Mínútu fengu Þórsarar svo sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Kristinn Þór Björnsson var felldur á markteig. Nú steig Jóhann Helgi upp en spyrnan var slök og töluvert framhjá. Ef það var ekki nóg til að drepa vonarneista heimamanna þá fékk Jóhann Helgi Hannesson sitt annað gula spjald á 68. Mínútu og þar með rautt. Fjórum mínútum seinna fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir voru fjórir á móti einum varnarmanni Þórs. Boltinn barst til Vaclac Ondrejka en hann átti hörmulegt skot sem rétt náði að leka aftur fyrir endamörk. Eftir það fjaraði leikurinn út og 0-1 sigur gestanna staðreynd. Það verður að hrósa Þórsurum fyrir góða baráttu og fínan leik í kvöld. Þeir gáfu Tékkunum engan frið og með smá heppni hefði þetta getað orðið spennandi. Þar með lauk Evrópuævintýri Þórs þetta tímabilið. Evrópudeild UEFA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi. Það var nokkuð hvasst á Akureyri í kvöld þegar Þór tók á móti FK Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega en gestirnir frá Tékklandi mun meira með boltann. Þórsarar beyttu skyndisóknum og Sveinn Elías Jónsson átti tvö fín færi eftir um tíu mínútna leik. Það var svo á 31. Mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Lukas Magera sem skoraði af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Jakob Mares sem var atkvæðamikill í liði gestanna. Aðeins tveimur mínútum seinna fengu Þórsarar vítaspyrnu þegar fyrirliði gestanna handlék knöttinn innan teigs. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en spyrnan var slök. Jan Seda í marki gestanna varði boltinn beint aftur til Ármanns sem var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að láta Seda í markinu verja aftur. Á lokamínútu hálfleiksins fékk framherji Tékkanna mjög gott færi eftir góðan undirbúning hjá fyrrnefndum Mares. Joshua Wicks sem stóð í marki Þórs í fyrsta sinn varði glæsilega. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir meira með boltann en næstu 10 mínútur voru algjörlega eign Þórs. Klárlega besti kafli þeirra í leiknum. Á 52. Mínútu fengu Þórsarar svo sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Kristinn Þór Björnsson var felldur á markteig. Nú steig Jóhann Helgi upp en spyrnan var slök og töluvert framhjá. Ef það var ekki nóg til að drepa vonarneista heimamanna þá fékk Jóhann Helgi Hannesson sitt annað gula spjald á 68. Mínútu og þar með rautt. Fjórum mínútum seinna fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir voru fjórir á móti einum varnarmanni Þórs. Boltinn barst til Vaclac Ondrejka en hann átti hörmulegt skot sem rétt náði að leka aftur fyrir endamörk. Eftir það fjaraði leikurinn út og 0-1 sigur gestanna staðreynd. Það verður að hrósa Þórsurum fyrir góða baráttu og fínan leik í kvöld. Þeir gáfu Tékkunum engan frið og með smá heppni hefði þetta getað orðið spennandi. Þar með lauk Evrópuævintýri Þórs þetta tímabilið.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira