Söngfuglarnir í Hamrahlíð frumflytja íslenskar tónsmíðar BBI skrifar 24. júlí 2012 12:48 Hamrahlíðarkórinn í ár. Hamrahlíðarkórinn frumflytur nýjar útsetningar Hafliða Hallgrímssonar á íslensku þjóðlögunum Móðir mín í kví, kví og Bí, bí og blaka á tónleikum í Háteigskirkju í kvöld klukkan átta. Hafliði lauk við þessar útsetningar nú í vor og tileinkar þær Þorgerði og „söngfuglunum í Hamrahlíð". Í Hamrahlíðinni eru tveir kórar, annars vegar Kór Menntaskólans við Hamrahlíð sem var stofnaður árið 1967, hins vegar Hamrahlíðakórinn sem er framhaldskór skipaður söngfólki sem áður hefur verið í menntaskólakórnum. Sá var stofnaður árið 1982 og hefur Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnað báðum kórunum frá upphafi. Hamrahlíðarkórinn er á leið á Europa Cantat XVIII sem er nú haldin á Ítalíu í fyrsta sinn. Hátíðin verður í borginni Torino dagana 27. júlí til 5. ágúst. Allir tónleikar Hamrahlíðarkórsins á hátíðinni verða helgaðir íslenskri kórtónlist. Hamrahlíðarkórinn er í sumar skipaður 60 kórsöngvurum á aldrinum 17-22 ára. Á tónleikunum í Háteigskirkju flytur kórinn hluta af þeim efnisskrám sem fluttar verða á Ítalíu, tónverk eftir m.a. Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Mist Þorkelsdóttur, Kolbein Bjarnason og Huga Guðmundsson auk þjóðlagaútsetninga Hafliða Hallgrímssonar. Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hamrahlíðarkórinn frumflytur nýjar útsetningar Hafliða Hallgrímssonar á íslensku þjóðlögunum Móðir mín í kví, kví og Bí, bí og blaka á tónleikum í Háteigskirkju í kvöld klukkan átta. Hafliði lauk við þessar útsetningar nú í vor og tileinkar þær Þorgerði og „söngfuglunum í Hamrahlíð". Í Hamrahlíðinni eru tveir kórar, annars vegar Kór Menntaskólans við Hamrahlíð sem var stofnaður árið 1967, hins vegar Hamrahlíðakórinn sem er framhaldskór skipaður söngfólki sem áður hefur verið í menntaskólakórnum. Sá var stofnaður árið 1982 og hefur Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnað báðum kórunum frá upphafi. Hamrahlíðarkórinn er á leið á Europa Cantat XVIII sem er nú haldin á Ítalíu í fyrsta sinn. Hátíðin verður í borginni Torino dagana 27. júlí til 5. ágúst. Allir tónleikar Hamrahlíðarkórsins á hátíðinni verða helgaðir íslenskri kórtónlist. Hamrahlíðarkórinn er í sumar skipaður 60 kórsöngvurum á aldrinum 17-22 ára. Á tónleikunum í Háteigskirkju flytur kórinn hluta af þeim efnisskrám sem fluttar verða á Ítalíu, tónverk eftir m.a. Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Mist Þorkelsdóttur, Kolbein Bjarnason og Huga Guðmundsson auk þjóðlagaútsetninga Hafliða Hallgrímssonar.
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“