Íslenski boltinn

Ólsarar á topp 1. deildar | Spear með tvö fyrir Víking

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Spear var á mála hjá Newcastle áður en hann gekk til liðs við ÍBV síðasta sumar.
Spear var á mála hjá Newcastle áður en hann gekk til liðs við ÍBV síðasta sumar.
Víkingur Ólafsvík skaust í efsta sæti 1. deildar karla í dag með 2-1 útisigri á Fjölni í toppslag deildarinnar. Þá skoraði Englendingurinn Aaron Spear tvívegis í 3-0 sigri Víkings á BÍ/Bolungarvík.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Guðmundur Magnússon fyrri Ólsara af stuttu færi eftir hornspyrnu á 53. mínútu. Ómar Hákonarson jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn með bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu á 65. mínútu.

Eldar Masic var hins vegar hetja gestanna þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fjölnis og skoraði sigurmark Ólsarar.

Víkingur Ólafsvík er í efsta sæti deildarinnar með 22 stig en Fjölnir hefur 21 stig í öðru sæti.

Aaron Spear með tvö fyrir Víking

Englendingurinn Aaron Spear kom Víkingum á bragðið strax á 1. mínútu gegn BÍ/Bolungarvík í Fossvoginum í dag.

Spear bætti við öðru marki á 25. mínútu. Evan Schwartz skoraði þriðja mark Víkinga sem lyftu sér upp í 4. sæti deildarinnar tímabundið hið minnsta.

Þá gerðu Höttur og Þróttur markalaust jafntefli á Egilsstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×