Handbolti

Svíar fóru létt með Breta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mattias Gustafsson í baráttunni gegn Bretum í dag.
Mattias Gustafsson í baráttunni gegn Bretum í dag. Nordicphotos/Getty
Sænska karlalandsliðið í handknattleik lagði það breska með 22 marka mun í A-riðli handboltakeppni Ólympíuleikanna í dag.

Lokatölurnar urðu 41-19 en markahæstur hjá Svíunum var Niclas Ekberg með þrettán mörk.

Þjóðirnar eru með Íslendingum í riðli en Ísland vann sem kunnugt er Túnisa fyrr í dag með tíu marka mun og hefur fullt hús stiga líkt og Svíar.

Reikna má með því að Frakkar bætist í hópinn síðar í dag en liðið mætir þá Argentínu. Frakkar lögðu Breta örugglega í gær.

Næsti leikur Íslands er gegn Svíum á fimmtudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×