Handbolti

Túnis tryggði sig áfram með sigri á Argentínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wissem Hmam og félagar fögnuðu sigrinum gegn Argentínu vel.
Wissem Hmam og félagar fögnuðu sigrinum gegn Argentínu vel. Nordicphotos/Getty
Túnisar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna með tveggja marka sigri á Argentínu í dag 25-23.

Leikurinn var úrslitaleikur þjóðanna um fjórða og síðasta sætið í riðlinum. Leikurinn var æsispennandi en jafnt var í hálfleik 12-12.

Túnisar sigu fram úr í síðari hálfleik og héldu Argentínumönnum í tveggja til þriggja marka fjarlægð. Argentínumönnum tókst tvisvar að minnka muninn í eitt mark en komust ekki nær og hafna í 5. sæti riðilsins.

Mestar líkur eru á því að Túnis mæti Króatíu í átta liða úrslitum. Króatar mæta Spánverjum í lokaleik B-riðils í dag klukkan 18.30.

Vinni Danir sigur á Suður-Kóreu í leik sem hefst klukkan 13.30 mega Króatar tapa leiknum gegn Spánverjum með tíu mörkum án þess að það hafi áhrif á stöðu þeirra á toppi B-riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×