Sigursælasti Ólympíufari allra tíma kveður | Ætlar að ferðast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2012 14:30 Phelps með bikarinn frá Alþjóðasundsambandinu í gær. Nordicphotos/AFP Michael Phelps vann í gær til sinna 22. verðlauna á Ólympíuleikum þegar boðsundsveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi kom fyrst í mark á lokadegi sundkeppni Ólympíuleikanna. Phelps tók sigrinum með stóískri ró, brosti út í annað á meðan liðsfélagar hans fögnuðu öllu meira. Átjánda gullið var komið í hús og um leið var ferill sigursælasta Ólympíufara allra tíma lokið. Phelps var fagnað gríðarlega við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þegar hann tók við sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í London og sjöttu samtals. Aðrir keppendur stóðu heiðursvörð auk þess sem formaður Alþjóðasundsambandsins afhenti honum bikar merktur: „Besti Ólympíufari allra tíma." Það virðist lítill tilgangur í því að bera Phelps saman við aðra íþróttamenn. Yfirburðir hans eru það miklir. Aðeins 41 þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamaðurinn. Stórþjóðir á borð við Argentínu, Indland og Mexíkó auk 162 annarra þjóða hafa unnið færri verðlaun en Phelps hefur gert einn síns liðs. Eina gagnrýnin sem Phelps hefur mátt sæta, ef gagnrýni skyldi kalla, er sú að sem sundmaður á Phelps auðveldara með að vinna til fleiri verðlauna en keppendur í öðrum greinum. Það skýrist af því að hann getur keppt í fleiri einstökum greinum en meðalíþróttamaðurinn. Á hinn bóginn tekur Phelps töluverða áhættu ef svo má kalla með því að leggja svo mikið á sig. Oftar en ekki er lítil hvíld á milli keppna í einstökum greinum líkt og í gær þegar Phelps keppti í úrslitum í tveimur greinum með nokkurra klukkustunda millibili. Samkvæmt því ætti að vera erfiðara fyrir hann að nýta alla orku sína í hverja keppni en það virðist þó ekki hafa háð kappanum svakalega á þeim fjórum Ólympíuleikum sem hann hefur keppt á. Ljóst er að sundheimurinn verður ekki samur eftir brotthvarf besta sundkappa allra tíma. Fólk um allan heim gæti þó átt von á því að rekast á kappann sem ætlar að verja næstu árum í ferðalög um heiminn. Phelps, sem ferðast hefur heimshorna á milli við keppni, segist í raun ekki hafa kynnst neinum löndum þar sem öll áhersla og einbeiting hefur farið í keppni. Nú ætli hann að njóta lífsins og kynnast framandi menningu. Sund Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Sjá meira
Michael Phelps vann í gær til sinna 22. verðlauna á Ólympíuleikum þegar boðsundsveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi kom fyrst í mark á lokadegi sundkeppni Ólympíuleikanna. Phelps tók sigrinum með stóískri ró, brosti út í annað á meðan liðsfélagar hans fögnuðu öllu meira. Átjánda gullið var komið í hús og um leið var ferill sigursælasta Ólympíufara allra tíma lokið. Phelps var fagnað gríðarlega við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þegar hann tók við sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í London og sjöttu samtals. Aðrir keppendur stóðu heiðursvörð auk þess sem formaður Alþjóðasundsambandsins afhenti honum bikar merktur: „Besti Ólympíufari allra tíma." Það virðist lítill tilgangur í því að bera Phelps saman við aðra íþróttamenn. Yfirburðir hans eru það miklir. Aðeins 41 þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamaðurinn. Stórþjóðir á borð við Argentínu, Indland og Mexíkó auk 162 annarra þjóða hafa unnið færri verðlaun en Phelps hefur gert einn síns liðs. Eina gagnrýnin sem Phelps hefur mátt sæta, ef gagnrýni skyldi kalla, er sú að sem sundmaður á Phelps auðveldara með að vinna til fleiri verðlauna en keppendur í öðrum greinum. Það skýrist af því að hann getur keppt í fleiri einstökum greinum en meðalíþróttamaðurinn. Á hinn bóginn tekur Phelps töluverða áhættu ef svo má kalla með því að leggja svo mikið á sig. Oftar en ekki er lítil hvíld á milli keppna í einstökum greinum líkt og í gær þegar Phelps keppti í úrslitum í tveimur greinum með nokkurra klukkustunda millibili. Samkvæmt því ætti að vera erfiðara fyrir hann að nýta alla orku sína í hverja keppni en það virðist þó ekki hafa háð kappanum svakalega á þeim fjórum Ólympíuleikum sem hann hefur keppt á. Ljóst er að sundheimurinn verður ekki samur eftir brotthvarf besta sundkappa allra tíma. Fólk um allan heim gæti þó átt von á því að rekast á kappann sem ætlar að verja næstu árum í ferðalög um heiminn. Phelps, sem ferðast hefur heimshorna á milli við keppni, segist í raun ekki hafa kynnst neinum löndum þar sem öll áhersla og einbeiting hefur farið í keppni. Nú ætli hann að njóta lífsins og kynnast framandi menningu.
Sund Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Sjá meira