Sigursælasti Ólympíufari allra tíma kveður | Ætlar að ferðast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2012 14:30 Phelps með bikarinn frá Alþjóðasundsambandinu í gær. Nordicphotos/AFP Michael Phelps vann í gær til sinna 22. verðlauna á Ólympíuleikum þegar boðsundsveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi kom fyrst í mark á lokadegi sundkeppni Ólympíuleikanna. Phelps tók sigrinum með stóískri ró, brosti út í annað á meðan liðsfélagar hans fögnuðu öllu meira. Átjánda gullið var komið í hús og um leið var ferill sigursælasta Ólympíufara allra tíma lokið. Phelps var fagnað gríðarlega við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þegar hann tók við sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í London og sjöttu samtals. Aðrir keppendur stóðu heiðursvörð auk þess sem formaður Alþjóðasundsambandsins afhenti honum bikar merktur: „Besti Ólympíufari allra tíma." Það virðist lítill tilgangur í því að bera Phelps saman við aðra íþróttamenn. Yfirburðir hans eru það miklir. Aðeins 41 þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamaðurinn. Stórþjóðir á borð við Argentínu, Indland og Mexíkó auk 162 annarra þjóða hafa unnið færri verðlaun en Phelps hefur gert einn síns liðs. Eina gagnrýnin sem Phelps hefur mátt sæta, ef gagnrýni skyldi kalla, er sú að sem sundmaður á Phelps auðveldara með að vinna til fleiri verðlauna en keppendur í öðrum greinum. Það skýrist af því að hann getur keppt í fleiri einstökum greinum en meðalíþróttamaðurinn. Á hinn bóginn tekur Phelps töluverða áhættu ef svo má kalla með því að leggja svo mikið á sig. Oftar en ekki er lítil hvíld á milli keppna í einstökum greinum líkt og í gær þegar Phelps keppti í úrslitum í tveimur greinum með nokkurra klukkustunda millibili. Samkvæmt því ætti að vera erfiðara fyrir hann að nýta alla orku sína í hverja keppni en það virðist þó ekki hafa háð kappanum svakalega á þeim fjórum Ólympíuleikum sem hann hefur keppt á. Ljóst er að sundheimurinn verður ekki samur eftir brotthvarf besta sundkappa allra tíma. Fólk um allan heim gæti þó átt von á því að rekast á kappann sem ætlar að verja næstu árum í ferðalög um heiminn. Phelps, sem ferðast hefur heimshorna á milli við keppni, segist í raun ekki hafa kynnst neinum löndum þar sem öll áhersla og einbeiting hefur farið í keppni. Nú ætli hann að njóta lífsins og kynnast framandi menningu. Sund Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Michael Phelps vann í gær til sinna 22. verðlauna á Ólympíuleikum þegar boðsundsveit Bandaríkjanna í 4x100 metra fjórsundi kom fyrst í mark á lokadegi sundkeppni Ólympíuleikanna. Phelps tók sigrinum með stóískri ró, brosti út í annað á meðan liðsfélagar hans fögnuðu öllu meira. Átjánda gullið var komið í hús og um leið var ferill sigursælasta Ólympíufara allra tíma lokið. Phelps var fagnað gríðarlega við verðlaunaafhendinguna í gærkvöldi þegar hann tók við sínum fjórðu gullverðlaunum á leikunum í London og sjöttu samtals. Aðrir keppendur stóðu heiðursvörð auk þess sem formaður Alþjóðasundsambandsins afhenti honum bikar merktur: „Besti Ólympíufari allra tíma." Það virðist lítill tilgangur í því að bera Phelps saman við aðra íþróttamenn. Yfirburðir hans eru það miklir. Aðeins 41 þjóð hefur unnið til fleiri verðlauna á Ólympíuleikum en Bandaríkjamaðurinn. Stórþjóðir á borð við Argentínu, Indland og Mexíkó auk 162 annarra þjóða hafa unnið færri verðlaun en Phelps hefur gert einn síns liðs. Eina gagnrýnin sem Phelps hefur mátt sæta, ef gagnrýni skyldi kalla, er sú að sem sundmaður á Phelps auðveldara með að vinna til fleiri verðlauna en keppendur í öðrum greinum. Það skýrist af því að hann getur keppt í fleiri einstökum greinum en meðalíþróttamaðurinn. Á hinn bóginn tekur Phelps töluverða áhættu ef svo má kalla með því að leggja svo mikið á sig. Oftar en ekki er lítil hvíld á milli keppna í einstökum greinum líkt og í gær þegar Phelps keppti í úrslitum í tveimur greinum með nokkurra klukkustunda millibili. Samkvæmt því ætti að vera erfiðara fyrir hann að nýta alla orku sína í hverja keppni en það virðist þó ekki hafa háð kappanum svakalega á þeim fjórum Ólympíuleikum sem hann hefur keppt á. Ljóst er að sundheimurinn verður ekki samur eftir brotthvarf besta sundkappa allra tíma. Fólk um allan heim gæti þó átt von á því að rekast á kappann sem ætlar að verja næstu árum í ferðalög um heiminn. Phelps, sem ferðast hefur heimshorna á milli við keppni, segist í raun ekki hafa kynnst neinum löndum þar sem öll áhersla og einbeiting hefur farið í keppni. Nú ætli hann að njóta lífsins og kynnast framandi menningu.
Sund Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum