Dómar felldir á Ítalíu | Bonucci í vondum málum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2012 23:15 Bonucci í úrslitaleiknum gegn Spánverjum á EM í sumar. Nordicphotos/Getty Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hefur óskað eftir refsingunni fyrir varnarmanninn sem var í silfurliði Ítala á Evrópumótinu í sumar. Krafist er að Simone Pepe, liðsfélagi hans hjá Juventus, verði dæmdur í eins árs bann. Réttarhöld standa nú yfir á Ítalíu þar sem knattspyrnufélög,-þjálfarar og -leikmenn eru sakaðir um að hafa ýmist hagrætt úrslitum eða horft í gegnum fingur sér og ekki tilkynnt um refsiverðan verknað. Bonucci er sakaður um að hafa aðstoðað við hagræðingu úrslita sem leikmaður Bari í 3-3 jafntefli gegn Udinese árið 2010. Pepe, sem lék með Udinese í sama leik, er sakaður um að hafa haft vitneskju um svindlið en ekki látið vita. Marco Di Vaio, fyrrum liðsmaður Bologna og nú leikmaður Montreal Impact í MLS-deildinni, á yfir höfði sér eins árs bann. Þá eiga minna þekktir spámenn yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann frá knattspyrnu. Reiknað er með því að niðurstaða í ofantöld mál fáist í næstu viku. Dómar hafa þegar verið felldirFyrr í dag féllu dómar í nokkrum einstökum ákærum. Andrea Masiello, leikmaður Atalanta en þáverandi leikmaður Bari, fékk 26 mánaða bann auk þess sem nýliðar Sampdoria í Serie A munu hefja leiktíðina með eitt stig í mínus. Þá mun Bari hefja leiktíðina í Serie B með fimm stig í mínus. Þrír fyrrverandi liðsmenn Bari fengu bönn allt frá þremur mánuðum til tveggja ára. Talið er að alþjóðlegur veðmálahringur hafi greitt leikmönnum fyrir að sjá til þess að leikir liða sinna töpuðust. Alls eru 13 félög til rannsóknar og 45 leikmenn og þjálfarar. Skandallinn vekur upp slæmar minningar í ítalska boltanum frá níunda áratug síðustu aldar auk skandalsins í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006 sem Ítalir unnu eftir allt saman. Ítalski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hefur óskað eftir refsingunni fyrir varnarmanninn sem var í silfurliði Ítala á Evrópumótinu í sumar. Krafist er að Simone Pepe, liðsfélagi hans hjá Juventus, verði dæmdur í eins árs bann. Réttarhöld standa nú yfir á Ítalíu þar sem knattspyrnufélög,-þjálfarar og -leikmenn eru sakaðir um að hafa ýmist hagrætt úrslitum eða horft í gegnum fingur sér og ekki tilkynnt um refsiverðan verknað. Bonucci er sakaður um að hafa aðstoðað við hagræðingu úrslita sem leikmaður Bari í 3-3 jafntefli gegn Udinese árið 2010. Pepe, sem lék með Udinese í sama leik, er sakaður um að hafa haft vitneskju um svindlið en ekki látið vita. Marco Di Vaio, fyrrum liðsmaður Bologna og nú leikmaður Montreal Impact í MLS-deildinni, á yfir höfði sér eins árs bann. Þá eiga minna þekktir spámenn yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann frá knattspyrnu. Reiknað er með því að niðurstaða í ofantöld mál fáist í næstu viku. Dómar hafa þegar verið felldirFyrr í dag féllu dómar í nokkrum einstökum ákærum. Andrea Masiello, leikmaður Atalanta en þáverandi leikmaður Bari, fékk 26 mánaða bann auk þess sem nýliðar Sampdoria í Serie A munu hefja leiktíðina með eitt stig í mínus. Þá mun Bari hefja leiktíðina í Serie B með fimm stig í mínus. Þrír fyrrverandi liðsmenn Bari fengu bönn allt frá þremur mánuðum til tveggja ára. Talið er að alþjóðlegur veðmálahringur hafi greitt leikmönnum fyrir að sjá til þess að leikir liða sinna töpuðust. Alls eru 13 félög til rannsóknar og 45 leikmenn og þjálfarar. Skandallinn vekur upp slæmar minningar í ítalska boltanum frá níunda áratug síðustu aldar auk skandalsins í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006 sem Ítalir unnu eftir allt saman.
Ítalski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira