Phelps kominn með tuttugu Ólympíuverðlaun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2012 19:33 Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann varð um leið fyrsti karlmaðurinn til þess að sigra í sömu greininni þrenna leika í röð. Phelps kom í mark á tímanum 1:54.27 mínútum en í öðru sæti varð landi hans Ryan Lochte á 1:54.90 mínútum. Phelps varð í vikunni sigursælasti Ólympíufarinn í sögunni þegar hann vann til sinna nítjándu verðlauna á Ólympíuleikum. Því má segja að Phelps sé farinn að auka forskot sitt með tuttugustu verðlaunum sínum á Ólympíuleikum. Fyrr í kvöld missti Lochte af gullinu í 200 metra baksundi. Landi hans, Tyler Clary, kom fyrstur í mark og sá til þess að Lochte tókst ekki að verja titil sinn frá því í Peking fyrir fjórum árum. Lochte leiddi sundið stærstan hluta þess en missti Clary fram úr sér á síðasta fjórðungnum. Þá vann hollenska sundkonan Ranomi Kromowidjojo sigur í 100 metra skriðsundi. Kromowidjojo átti fimmta besta tímann í undanúrslitunum en átti vel inni í úrslitasundinu. Hún var í fjórða sæti þegar sundið var hálfnað, gaf í á seinni hlutanum og setti Ólympíumet á sléttum 53 sekúndum. Kromowidjojo, sem er á 22. aldursári, var í gullsveit Hollands í 4x100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum. Sund Tengdar fréttir Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00 Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann varð um leið fyrsti karlmaðurinn til þess að sigra í sömu greininni þrenna leika í röð. Phelps kom í mark á tímanum 1:54.27 mínútum en í öðru sæti varð landi hans Ryan Lochte á 1:54.90 mínútum. Phelps varð í vikunni sigursælasti Ólympíufarinn í sögunni þegar hann vann til sinna nítjándu verðlauna á Ólympíuleikum. Því má segja að Phelps sé farinn að auka forskot sitt með tuttugustu verðlaunum sínum á Ólympíuleikum. Fyrr í kvöld missti Lochte af gullinu í 200 metra baksundi. Landi hans, Tyler Clary, kom fyrstur í mark og sá til þess að Lochte tókst ekki að verja titil sinn frá því í Peking fyrir fjórum árum. Lochte leiddi sundið stærstan hluta þess en missti Clary fram úr sér á síðasta fjórðungnum. Þá vann hollenska sundkonan Ranomi Kromowidjojo sigur í 100 metra skriðsundi. Kromowidjojo átti fimmta besta tímann í undanúrslitunum en átti vel inni í úrslitasundinu. Hún var í fjórða sæti þegar sundið var hálfnað, gaf í á seinni hlutanum og setti Ólympíumet á sléttum 53 sekúndum. Kromowidjojo, sem er á 22. aldursári, var í gullsveit Hollands í 4x100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum.
Sund Tengdar fréttir Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00 Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Sjá meira
Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00
Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35