Sport

Adrian stal gullverðlaununum af Magnussen

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verðlaunahafarnir missátir við dagsverkið.
Verðlaunahafarnir missátir við dagsverkið. Nordicphotos/getty
Bandaríski sundkappinn Nathan Adrian tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum. Adrian kom í mark 1/100 úr sekúndu á undan Ástralanum James Magnussen.

Sundgarparnir snertu vegginn á nákvæmlega sama tíma og rauðu ljósin birtust á brautum þeirra beggja. Skömmu síðar birtust tímarnir á risaskjánum og Adrian gat fagnað sigri.

Adrian kom í mark á 47.52 sekúndum en Magnussen á 47.53 sekúndum. Þriðji varð Brent Hayden frá Kanada á 47.80 sekúndum.

Adrian varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að vinna gullverðlaun í greininni frá leikunum í Seoul árið 1988.

Tapið er vafalítið svekkjandi fyrir hinn 21 árs gamla Magnussen sem varð heimsmeistari í skriðsundinu á síðasta ári. Ekki síst í ljósi þess að hann hafði lofað að vinna til gullverðlauna í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×