Veðkall, „þögn“ og eignir Magnús Halldórsson skrifar 17. ágúst 2012 12:15 Í hinni mögnuðu kvikmynd Margin Call (Veðkall), sem byggð er á sannri sögu af vinnugólfi fjárfestingabanka á Wall Street á árinu 2006, er eftirminnileg sena þar sem tveir starfsmenn áhættustýringar bankans standa upp á þaki höfuðstöðva bankans og ræða launamál við yfirmann sinn á deildinni og njóta útsýnisins. Skömmu áður hafði annar mannanna, doktorsmenntaður verkfræðingur frá MIT og afburðastærðfræðingur, komist að því með útreikningum að bankinn væri í reynd á barmi gjaldþrots, og hefði verið það í nokkrar vikur. Honum tókst að klára útreikninga sem brottrekinn starfsmaður áhættustýringar bankans var að vinna að, og þá blasti við hrikaleg staða. Upp á þakinu eru þeir að ræða við yfirmanninn sem hafði verið með 2,5 milljónir dala í árslaun árið á undan, og eytt stórum hluta að því í vændiskonur og ýmsan annan ólifnað, en þó ekki öllu. Í lok samtalsins kemur þyrla að þeim í myrkrinu. Það var bankastjórinn (leikinn frábærlega af Jeremy Irons) að mæta á neyðarfund um nóttina. Hann sagði síðan á fundinum, þar sem hann stóð og horfði yfir Manhattan, að framtíðarhorfunum í fjármálageiranum væri best lýst með því að „tónlistin væri hætt að hljóma". Aðeins „þögnin" væri eftir. Æðstu starfsmenn bankans á Wall Street voru löngu búnir að átta sig á þeirri hrikalegu stöðu sem var búinn að myndast á mörkuðum á árinu 2006, og braust síðan fram, með þeirri sólarhringslöngu atburðarás sem Margin Call lýsir, og náði hámarki með falli Lehman Brothers bankans 15. september 2008. Síðan hafa næstum allar þjóðir heims glímt við mikinn efnahagssamdrátt og erfiðleika, að miklu leyti vegna hruns fjármálakerfa og erfiðleika fjármálafyrirtækja, sem meðal annars má rekja til fífldjarfra ákvarðana bankastjóra. Myndin vekur mann til umhugsunar um ýmislegt, ekki síst yfirsýn yfir stöðu mála og hvað frumgögn eru að segja sérfræðingum sem vinna með þau. Sé horft til Íslands sérstaklega, og atburðanna hér, eru spurningar í þessa veru áhugaverðar. Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi hjá PWC og einn virtasti endurskoðandi landsins um árabil, hélt erindi í höfuðstöðvum PWC 1. júní sl. þar sem til umfjöllunar var vinna endurskoðenda og lagaleg umgjörð starfsins, ekki síst út frá stöðu mála árin fyrir hrun fjármálakerfisins – mitt inn í eignabólunni sem blasti fyrst við flestum eftir að hún var sprungin. Það er óhætt að segja að spjótin beinist að PWC þessi misserin en slitastjórnir Landsbankans og Glitnis hafa stefnt fyrirtækinu og krafist bóta vegna vinnu við endurskoðun reikninga, en að mati slitastjórnanna var henni stórlega ábótavant. Eitt af því sem Vignir Rafn, sem sjálfur var endurskoðandi reikninga Landsbankans fyrir hrun bankans, fjallaði um sérstaklega var eiginfjárstaða fyrirtækja á Íslandi og stærstu skuldara bankanna, en hann vék sérstaklega að stöðu mála hjá Glitni og Landsbankanum. Eigið fé íslenska fjármálakerfisins samkvæmt árshlutauppgjörum frá 30. júní 2008 nam 994 milljörðum króna, og í lok árs 2007 var eigið fé allra fyrirtækja á Íslandi tæplega 7.200 milljarðar íslenskra króna samkvæmt ársreikningum og tölum frá Ríkisskattstjóra. Þetta eru háar tölur, svo ekki sé meira sagt. Árleg landsframleiðsla Íslands nam á sama tíma tæplega 1.500 milljörðum króna. Þetta vekur upp fremur einfalda spurningu: Hvernig gat tæplega 1.000 milljarða eigið fé fjármálakerfisins allt brunnið upp á nokkrum dögum og gáfu gögnin sem ársreikningarnir byggðu á einhverja vísbendingu um það? Vignir Rafn vék sérstaklega að því í erindi sínu að eigið fé ætti að vera mælikvarði á tapsþol fyrirtækja, þ.e. fjárhagslegan styrk, þegar á reyndi. Þá sagði hann vinnu endurskoðenda hjá bönkum ekki síst felast í því að meta styrk lántakenda út frá þeim gögnum sem fyrir lægju, m.a. ársreikningum.Hér má sjá lista yfir tíu stærstu skuldara Landsbankans, í lok árs 2007.Myndirnar sem hér fylgja sína tíu stærstu skuldara Glitnis og Landsbankans, hverjir voru endurskoðendur þeirra félaga og hvort fyrirvari hafi verið gerður við ársreikninga. Svo var ekki í átján tilvikum af tuttugu. Þetta þýðir að fjárhagur þessar skuldara var álitinn sterkur og traustur í nánast öllum tilvikum af endurskoðendum, í langflestum tilvikum Deloitte og KPMG, og á því byggði m.a. mat endurskoðenda bankanna, þ.e. góðri stöðu skuldara á pappírunum.Hér má sjá lista fyrir tíu stærstu skulda Glitnis, í lok árs 2007.Eftir sem áður hljóta spjótin sem beinast að endurskoðendum föllnu bankanna af slitastjórnum og rannsakendum, að snúa m.a. að eignfærslu útlána sem einungis höfðu hlutafé bankanna sjálfra að veði. Heilbrigð skynsemi segir manni að slíkt útlán geti aldrei verið annað en verðlaus eign, öfugt við það sem var í reikningum allra bankanna, en botn í það með dómi fyrir Hæstarétti hefur ekki fengist enn. Eftir hrunið lét Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og þá efnahags- og viðskiptaráðherra, það vera eitt sitt fyrsta verk í embætti að banna slík lán með lögum (29. grein laga um fjármálafyrirtæki frá 2010), þannig að ólíklegt verður að teljast að mat á virði slíkra lána komi aftur inn á borð íslenskra endurskoðenda. Líklega hefði verið gott að kalla til færa sérfræðinga til þess að meta áhættuna í reikningunum betur og kanna hvort áhætta eins skuldara hefði áhrif á annan. Kannski einhvern svipaðan og eldflaugaverkfræðinginn í Margin Call, sem sat fram eftir einn dag, reiknaði, og vaknaði síðan upp við það að vinnuveitandinn hans var á barmi hruns. En því miður er ekki hægt að útiloka að slíkar uppgötvanir komi ekki fram fyrr en of seint, eins og einmitt gerðist í Margin Call, þó bankinn í þeirri mynd, sem sagður er vera Goldman Sachs (það kemur ekki fram í myndinni), hafi bjargað sér fyrir horn - á kostnað þeirra sem keyptu verðlausar eignir af honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Í hinni mögnuðu kvikmynd Margin Call (Veðkall), sem byggð er á sannri sögu af vinnugólfi fjárfestingabanka á Wall Street á árinu 2006, er eftirminnileg sena þar sem tveir starfsmenn áhættustýringar bankans standa upp á þaki höfuðstöðva bankans og ræða launamál við yfirmann sinn á deildinni og njóta útsýnisins. Skömmu áður hafði annar mannanna, doktorsmenntaður verkfræðingur frá MIT og afburðastærðfræðingur, komist að því með útreikningum að bankinn væri í reynd á barmi gjaldþrots, og hefði verið það í nokkrar vikur. Honum tókst að klára útreikninga sem brottrekinn starfsmaður áhættustýringar bankans var að vinna að, og þá blasti við hrikaleg staða. Upp á þakinu eru þeir að ræða við yfirmanninn sem hafði verið með 2,5 milljónir dala í árslaun árið á undan, og eytt stórum hluta að því í vændiskonur og ýmsan annan ólifnað, en þó ekki öllu. Í lok samtalsins kemur þyrla að þeim í myrkrinu. Það var bankastjórinn (leikinn frábærlega af Jeremy Irons) að mæta á neyðarfund um nóttina. Hann sagði síðan á fundinum, þar sem hann stóð og horfði yfir Manhattan, að framtíðarhorfunum í fjármálageiranum væri best lýst með því að „tónlistin væri hætt að hljóma". Aðeins „þögnin" væri eftir. Æðstu starfsmenn bankans á Wall Street voru löngu búnir að átta sig á þeirri hrikalegu stöðu sem var búinn að myndast á mörkuðum á árinu 2006, og braust síðan fram, með þeirri sólarhringslöngu atburðarás sem Margin Call lýsir, og náði hámarki með falli Lehman Brothers bankans 15. september 2008. Síðan hafa næstum allar þjóðir heims glímt við mikinn efnahagssamdrátt og erfiðleika, að miklu leyti vegna hruns fjármálakerfa og erfiðleika fjármálafyrirtækja, sem meðal annars má rekja til fífldjarfra ákvarðana bankastjóra. Myndin vekur mann til umhugsunar um ýmislegt, ekki síst yfirsýn yfir stöðu mála og hvað frumgögn eru að segja sérfræðingum sem vinna með þau. Sé horft til Íslands sérstaklega, og atburðanna hér, eru spurningar í þessa veru áhugaverðar. Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi hjá PWC og einn virtasti endurskoðandi landsins um árabil, hélt erindi í höfuðstöðvum PWC 1. júní sl. þar sem til umfjöllunar var vinna endurskoðenda og lagaleg umgjörð starfsins, ekki síst út frá stöðu mála árin fyrir hrun fjármálakerfisins – mitt inn í eignabólunni sem blasti fyrst við flestum eftir að hún var sprungin. Það er óhætt að segja að spjótin beinist að PWC þessi misserin en slitastjórnir Landsbankans og Glitnis hafa stefnt fyrirtækinu og krafist bóta vegna vinnu við endurskoðun reikninga, en að mati slitastjórnanna var henni stórlega ábótavant. Eitt af því sem Vignir Rafn, sem sjálfur var endurskoðandi reikninga Landsbankans fyrir hrun bankans, fjallaði um sérstaklega var eiginfjárstaða fyrirtækja á Íslandi og stærstu skuldara bankanna, en hann vék sérstaklega að stöðu mála hjá Glitni og Landsbankanum. Eigið fé íslenska fjármálakerfisins samkvæmt árshlutauppgjörum frá 30. júní 2008 nam 994 milljörðum króna, og í lok árs 2007 var eigið fé allra fyrirtækja á Íslandi tæplega 7.200 milljarðar íslenskra króna samkvæmt ársreikningum og tölum frá Ríkisskattstjóra. Þetta eru háar tölur, svo ekki sé meira sagt. Árleg landsframleiðsla Íslands nam á sama tíma tæplega 1.500 milljörðum króna. Þetta vekur upp fremur einfalda spurningu: Hvernig gat tæplega 1.000 milljarða eigið fé fjármálakerfisins allt brunnið upp á nokkrum dögum og gáfu gögnin sem ársreikningarnir byggðu á einhverja vísbendingu um það? Vignir Rafn vék sérstaklega að því í erindi sínu að eigið fé ætti að vera mælikvarði á tapsþol fyrirtækja, þ.e. fjárhagslegan styrk, þegar á reyndi. Þá sagði hann vinnu endurskoðenda hjá bönkum ekki síst felast í því að meta styrk lántakenda út frá þeim gögnum sem fyrir lægju, m.a. ársreikningum.Hér má sjá lista yfir tíu stærstu skuldara Landsbankans, í lok árs 2007.Myndirnar sem hér fylgja sína tíu stærstu skuldara Glitnis og Landsbankans, hverjir voru endurskoðendur þeirra félaga og hvort fyrirvari hafi verið gerður við ársreikninga. Svo var ekki í átján tilvikum af tuttugu. Þetta þýðir að fjárhagur þessar skuldara var álitinn sterkur og traustur í nánast öllum tilvikum af endurskoðendum, í langflestum tilvikum Deloitte og KPMG, og á því byggði m.a. mat endurskoðenda bankanna, þ.e. góðri stöðu skuldara á pappírunum.Hér má sjá lista fyrir tíu stærstu skulda Glitnis, í lok árs 2007.Eftir sem áður hljóta spjótin sem beinast að endurskoðendum föllnu bankanna af slitastjórnum og rannsakendum, að snúa m.a. að eignfærslu útlána sem einungis höfðu hlutafé bankanna sjálfra að veði. Heilbrigð skynsemi segir manni að slíkt útlán geti aldrei verið annað en verðlaus eign, öfugt við það sem var í reikningum allra bankanna, en botn í það með dómi fyrir Hæstarétti hefur ekki fengist enn. Eftir hrunið lét Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og þá efnahags- og viðskiptaráðherra, það vera eitt sitt fyrsta verk í embætti að banna slík lán með lögum (29. grein laga um fjármálafyrirtæki frá 2010), þannig að ólíklegt verður að teljast að mat á virði slíkra lána komi aftur inn á borð íslenskra endurskoðenda. Líklega hefði verið gott að kalla til færa sérfræðinga til þess að meta áhættuna í reikningunum betur og kanna hvort áhætta eins skuldara hefði áhrif á annan. Kannski einhvern svipaðan og eldflaugaverkfræðinginn í Margin Call, sem sat fram eftir einn dag, reiknaði, og vaknaði síðan upp við það að vinnuveitandinn hans var á barmi hruns. En því miður er ekki hægt að útiloka að slíkar uppgötvanir komi ekki fram fyrr en of seint, eins og einmitt gerðist í Margin Call, þó bankinn í þeirri mynd, sem sagður er vera Goldman Sachs (það kemur ekki fram í myndinni), hafi bjargað sér fyrir horn - á kostnað þeirra sem keyptu verðlausar eignir af honum.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun