Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2025 08:33 Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir. Langar raðir bíla geta myndast vegna eins eða fárra gangandi eða hjólandi vegfarenda þegar gönguljós stöðva heilu akreinarnar. Þetta veldur auknum eldsneytisbruna, meiri mengun og auknum pirringi í umferðinni. Göngubraut yfir Miklubraut við Klambratún er dæmi um þetta. Snjallstýrð gönguljós Til að bregðast við löngum biðtíma á ljósum er farið að nota snjallstýrð gönguljós sem skynja umferð og eiga að haga sér eftir því. Þannig búnaður var settur upp við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða í sumar. Slíkar ljósastýringar skipta miklu máli varðandi flæði gangandi vegfarenda og umferðar ökutækja og stytta biðtíma beggja. Hins vegar má einnig velta fyrir sér hvort beina eigi gangandi og hjólandi vegfarendum þvert yfir mestu umferðargötur borgarinnar, þrátt fyrir kosti snjallstýrðra ljósa. Hugsun til framtíðar Þegar bæta á bæði öryggi vegfarenda og umferðarflæði þarf að hugsa lengra en til hefðbundinna ljósastýringa. Undirgöng og göngubrýr yfir helstu stofnæðar tryggja mun meira öryggi og fljótlegri tengingar án þess að trufla bílaumferð. Reykjavíkurborg hefur nú þegar byggt töluvert af brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt, nú síðast yfir Sæbraut. Meiri kostnaður - en meira öryggi Stofnkostnaður við göngubrýr og undirgöng er töluverður í upphafi en ávinningurinn í skilvirkni og öryggi til lengri tíma er augljós. Með vaxandi umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu þarf að skoða allar leiðir sem draga úr árekstrum ólíkra ferðamáta. Bættar almenningssamgöngur og góður aðgangur að bílastæðum við samgöngumiðstöðvar skipta líka máli. Það myndi gera fleirum kleift að skilja bílinn eftir heima og ferðast með öðrum hætti um borgina. Ef markmiðið er öruggari, skilvirkari og vistvænni borg til framtíðar er kominn tími til að hugsa stærra. Beina þarf umferð gangandi og hjólandi vegfarendum frá umferðarþyngstu götum án þess að lengja leiðir þar sem því verður viðkomið. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Reykjavík Umferð Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir. Langar raðir bíla geta myndast vegna eins eða fárra gangandi eða hjólandi vegfarenda þegar gönguljós stöðva heilu akreinarnar. Þetta veldur auknum eldsneytisbruna, meiri mengun og auknum pirringi í umferðinni. Göngubraut yfir Miklubraut við Klambratún er dæmi um þetta. Snjallstýrð gönguljós Til að bregðast við löngum biðtíma á ljósum er farið að nota snjallstýrð gönguljós sem skynja umferð og eiga að haga sér eftir því. Þannig búnaður var settur upp við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða í sumar. Slíkar ljósastýringar skipta miklu máli varðandi flæði gangandi vegfarenda og umferðar ökutækja og stytta biðtíma beggja. Hins vegar má einnig velta fyrir sér hvort beina eigi gangandi og hjólandi vegfarendum þvert yfir mestu umferðargötur borgarinnar, þrátt fyrir kosti snjallstýrðra ljósa. Hugsun til framtíðar Þegar bæta á bæði öryggi vegfarenda og umferðarflæði þarf að hugsa lengra en til hefðbundinna ljósastýringa. Undirgöng og göngubrýr yfir helstu stofnæðar tryggja mun meira öryggi og fljótlegri tengingar án þess að trufla bílaumferð. Reykjavíkurborg hefur nú þegar byggt töluvert af brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt, nú síðast yfir Sæbraut. Meiri kostnaður - en meira öryggi Stofnkostnaður við göngubrýr og undirgöng er töluverður í upphafi en ávinningurinn í skilvirkni og öryggi til lengri tíma er augljós. Með vaxandi umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu þarf að skoða allar leiðir sem draga úr árekstrum ólíkra ferðamáta. Bættar almenningssamgöngur og góður aðgangur að bílastæðum við samgöngumiðstöðvar skipta líka máli. Það myndi gera fleirum kleift að skilja bílinn eftir heima og ferðast með öðrum hætti um borgina. Ef markmiðið er öruggari, skilvirkari og vistvænni borg til framtíðar er kominn tími til að hugsa stærra. Beina þarf umferð gangandi og hjólandi vegfarendum frá umferðarþyngstu götum án þess að lengja leiðir þar sem því verður viðkomið. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun