Rómantík, dramatík og erótík 16. ágúst 2012 13:19 Þeir Árni Heiðar og Gissur Páll Gissurason lofa ljúfri stemningu á stofutónleikum annað kvöld. fréttablaðið/anton Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags. Þar munu þeir flytja falleg lög í betri stofunni að Smáragötu 7 í Reykjavík. Annað kvöld fara fram stofutónleikar að Smáragötu 7 í Reykjavík. Þar munu þeir Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari flytja perlur fyrir gesti. Aðdragandann að tónleikunum má rekja til þess þegar þeir Gissur og Árni Heiðar voru staddir saman á karlakvöldi fyrir nokkru. Þeir félagarnir taka sér glaðir frí frá æfingum til að rifja upp þá sögu. "Þetta var ekki svona karlakvöld þar sem dansaður var listdans á súlum í kringum okkur, heldur alveg þveröfug stemning á við það. Menn smökkuðu á ótrúlega vel heppnaðri útgáfu af úrvalsbjór, einhverjir lásu upp úr bókum sínum og aðrir fluttu erindi. Þá datt einhverjum í hug að fá okkur Árna til að spila og syngja. Við höfum verið að vinna saman í ein fjögur ár, svo við áttum nóg af lögum til að hrista fram úr erminni. Úr varð 10 til 15 laga konsert," rifjar Gissur upp og Árni tekur við: "Þarna myndaðist þessi nánd sem verður bara á stofutónleikum. Það myndast allt önnur stemning á svona tónleikum en á venjulegum konsert þar sem tónlistarmennirnir eru uppi á sviði að spila fyrir 200 manns." Um val á tónleikastað segir Árni: "Þetta er eitt af fallegustu húsum bæjarins, byggt af Gunnari Guðjónssyni skipamiðlara og eitt af lykilhúsum Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts. Eigendur þessa húss eru miklir listunnendur og eiga þennan forláta Steinway-konsertflygil. Ef maður vill húskonsert er það í þessu fallega húsi." Tónleikarnir hefjast klukkan 21, en húsið opnar klukkan 20.30. Í heild verða fjörutíu miðar í boði. Fyrir tónleikana geta gestir bragðað á léttum veitingum og dreypt á drykkjum. "Þegar nándin er svona mikil á milli flytjenda og áheyrenda verða sumir svolítið smeykir og feimnir. Þá er gott að vera með eitt til tvö freyðivínsglös í kroppnum og geta slakað á og notið sín," segir Gissur. Þeir Gissur og Árni Heiðar segjast vera vistvænt band. Það þýðir að þeir koma helst ekki fram með prentaða efnisskrá, heldur kynna dagskrána jafnóðum og hún er flutt og segja söguna að baki lögunum. Það fær þó að fylgja sögunni að á efnisskránni verða valdar perlur úr íslenskum, norrænum, mið- og suður-evrópskum ljóðasöng og sönglögum. Þeir lofa góðri stemningu sem mun kveikja hinar ýmsu tilfinningar í hjörtum hlustenda. "Þetta verður rosaleg rómantík, jafnvel erótík. Svo við tölum nú ekki um dramatík," segir Gissur að lokum, áður þeir félagar kveðja og snúa sér aftur að æfingunum. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags. Þar munu þeir flytja falleg lög í betri stofunni að Smáragötu 7 í Reykjavík. Annað kvöld fara fram stofutónleikar að Smáragötu 7 í Reykjavík. Þar munu þeir Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari flytja perlur fyrir gesti. Aðdragandann að tónleikunum má rekja til þess þegar þeir Gissur og Árni Heiðar voru staddir saman á karlakvöldi fyrir nokkru. Þeir félagarnir taka sér glaðir frí frá æfingum til að rifja upp þá sögu. "Þetta var ekki svona karlakvöld þar sem dansaður var listdans á súlum í kringum okkur, heldur alveg þveröfug stemning á við það. Menn smökkuðu á ótrúlega vel heppnaðri útgáfu af úrvalsbjór, einhverjir lásu upp úr bókum sínum og aðrir fluttu erindi. Þá datt einhverjum í hug að fá okkur Árna til að spila og syngja. Við höfum verið að vinna saman í ein fjögur ár, svo við áttum nóg af lögum til að hrista fram úr erminni. Úr varð 10 til 15 laga konsert," rifjar Gissur upp og Árni tekur við: "Þarna myndaðist þessi nánd sem verður bara á stofutónleikum. Það myndast allt önnur stemning á svona tónleikum en á venjulegum konsert þar sem tónlistarmennirnir eru uppi á sviði að spila fyrir 200 manns." Um val á tónleikastað segir Árni: "Þetta er eitt af fallegustu húsum bæjarins, byggt af Gunnari Guðjónssyni skipamiðlara og eitt af lykilhúsum Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts. Eigendur þessa húss eru miklir listunnendur og eiga þennan forláta Steinway-konsertflygil. Ef maður vill húskonsert er það í þessu fallega húsi." Tónleikarnir hefjast klukkan 21, en húsið opnar klukkan 20.30. Í heild verða fjörutíu miðar í boði. Fyrir tónleikana geta gestir bragðað á léttum veitingum og dreypt á drykkjum. "Þegar nándin er svona mikil á milli flytjenda og áheyrenda verða sumir svolítið smeykir og feimnir. Þá er gott að vera með eitt til tvö freyðivínsglös í kroppnum og geta slakað á og notið sín," segir Gissur. Þeir Gissur og Árni Heiðar segjast vera vistvænt band. Það þýðir að þeir koma helst ekki fram með prentaða efnisskrá, heldur kynna dagskrána jafnóðum og hún er flutt og segja söguna að baki lögunum. Það fær þó að fylgja sögunni að á efnisskránni verða valdar perlur úr íslenskum, norrænum, mið- og suður-evrópskum ljóðasöng og sönglögum. Þeir lofa góðri stemningu sem mun kveikja hinar ýmsu tilfinningar í hjörtum hlustenda. "Þetta verður rosaleg rómantík, jafnvel erótík. Svo við tölum nú ekki um dramatík," segir Gissur að lokum, áður þeir félagar kveðja og snúa sér aftur að æfingunum.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira