„Hvað ef þetta hefði verið Anders Breivik á upptökunni í Eyjum?" Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. ágúst 2012 12:16 Frá Herjólfsdal. Lögreglan getur ekki fengið upplýsingar um farsímanotkun meintra hryðjuverkamanna ef hún þarf að fá upplýsingar um farsímanotkun úr ótilgreindum fjölda símtækja á tilteknu tímabili. Það má lesa úr nýjum dómi Hæstaréttar um afhendingu gagna vegna nauðgunarmáls í Vestmannaeyjum og fyrri dómafordæmum.Nokkuð hefur verið fjallað nokkuð um dóm Hæstaréttar í máli lögreglustjórans á Selfossi gegn Símanum, en í málinu hafnaði Hæstiréttur því að Símanum væri skylt að afhenda upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskiptamöstur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á nánar tilteknu tímabili. Málið snýst um rannsókn á nauðgun sem kom upp á Þjóðhátíð í Eyjum. Þolandinn í málinu, ólögráða stúlka, hafði gefið lýsingu á sakborningi og klæðaburði hans. Lögreglan á Selfossi taldi að við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar, mætti sjá karlmann sem svipi til lýsingar á sakborningi hlaupa frá vettvangi. Á upptökunni mátti einnig greina að maðurinn talaði í farsíma. Lögreglan taldi mikilvægt að fá upplýsingar um símtöl í Herjólfsdal á þessu tímabili svo sanna mætti deili á þeim manni sem sæist á upptökunni úr eftirlitskerfinu. Lögreglan vildi upplýsingar um símtöl úr Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili kl. 5:35-5.45 um morguninn þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur taldi að Símanum bæri að afhenda upplýsingarnar. Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu við, en í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt 80. gr. sakamálalaga sé hægt að leggja fyrir símafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma, en ekki ótilgreindan fjölda símtækja. Þar sem krafa lögreglustjórans á Selfossi gengi lengra en heimilað væri í sakamálalögum yrði að hafna henni. Þá vísaði Hæstiréttur til þriggja nýlegra dómafordæma þar sem niðurstaðan var á sama veg. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru óánægðir með niðurstöðuna. Einn spurði: „Hvað ef þetta hefði verið Anders Behring Breivik á upptökunni?" Hann sagði að þetta þýddi að lögreglan gæti í raun aldrei óskað eftir upplýsingum um ótilgreindan fjölda símtækja við rannsókn sakamáls. Lögreglan hefði því í raun ekki getað fengið upplýsingar um símnotkun meints hryðjuverkamanns sem sæist á upptöku, ef hún gæti ekki tilgreint símann hjá viðkomandi. Í raun er þessi gagnrýni lögreglumannanna á gildandi lög, en ekki niðurstöðu Hæstaréttar, enda var niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og eldri dómafordæmi, eins og að framan greinir. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að una verði niðurstöðu Hæstaréttar en rannsókn málsins haldi áfram. „Þetta er æðsti dómstóll okkar og það er ekkert frekar hægt að gera. Við reynum að vinna úr okkar gögnum og sjá hvað við komumst áfram með. Rannsóknin er í fullum gangi, en þetta hefði væntanlega flýtt fyrir. Við töldum það afar mikilvægt að upplýsa málið og koma málinu til lykta. Að öðru leyti er ekki mikið um málið að segja," segir Ólafur Helgi. thorbjorn@stod2.is Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan getur ekki fengið upplýsingar um farsímanotkun meintra hryðjuverkamanna ef hún þarf að fá upplýsingar um farsímanotkun úr ótilgreindum fjölda símtækja á tilteknu tímabili. Það má lesa úr nýjum dómi Hæstaréttar um afhendingu gagna vegna nauðgunarmáls í Vestmannaeyjum og fyrri dómafordæmum.Nokkuð hefur verið fjallað nokkuð um dóm Hæstaréttar í máli lögreglustjórans á Selfossi gegn Símanum, en í málinu hafnaði Hæstiréttur því að Símanum væri skylt að afhenda upplýsingar um inn- og úthringingar um fjarskiptamöstur í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum á nánar tilteknu tímabili. Málið snýst um rannsókn á nauðgun sem kom upp á Þjóðhátíð í Eyjum. Þolandinn í málinu, ólögráða stúlka, hafði gefið lýsingu á sakborningi og klæðaburði hans. Lögreglan á Selfossi taldi að við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi sem sett var upp vegna Þjóðhátíðar, mætti sjá karlmann sem svipi til lýsingar á sakborningi hlaupa frá vettvangi. Á upptökunni mátti einnig greina að maðurinn talaði í farsíma. Lögreglan taldi mikilvægt að fá upplýsingar um símtöl í Herjólfsdal á þessu tímabili svo sanna mætti deili á þeim manni sem sæist á upptökunni úr eftirlitskerfinu. Lögreglan vildi upplýsingar um símtöl úr Herjólfsdal á tíu mínútna tímabili kl. 5:35-5.45 um morguninn þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur taldi að Símanum bæri að afhenda upplýsingarnar. Hæstiréttur sneri þeirri niðurstöðu við, en í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt 80. gr. sakamálalaga sé hægt að leggja fyrir símafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl við tiltekinn síma, en ekki ótilgreindan fjölda símtækja. Þar sem krafa lögreglustjórans á Selfossi gengi lengra en heimilað væri í sakamálalögum yrði að hafna henni. Þá vísaði Hæstiréttur til þriggja nýlegra dómafordæma þar sem niðurstaðan var á sama veg. Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru óánægðir með niðurstöðuna. Einn spurði: „Hvað ef þetta hefði verið Anders Behring Breivik á upptökunni?" Hann sagði að þetta þýddi að lögreglan gæti í raun aldrei óskað eftir upplýsingum um ótilgreindan fjölda símtækja við rannsókn sakamáls. Lögreglan hefði því í raun ekki getað fengið upplýsingar um símnotkun meints hryðjuverkamanns sem sæist á upptöku, ef hún gæti ekki tilgreint símann hjá viðkomandi. Í raun er þessi gagnrýni lögreglumannanna á gildandi lög, en ekki niðurstöðu Hæstaréttar, enda var niðurstaða Hæstaréttar í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og eldri dómafordæmi, eins og að framan greinir. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að una verði niðurstöðu Hæstaréttar en rannsókn málsins haldi áfram. „Þetta er æðsti dómstóll okkar og það er ekkert frekar hægt að gera. Við reynum að vinna úr okkar gögnum og sjá hvað við komumst áfram með. Rannsóknin er í fullum gangi, en þetta hefði væntanlega flýtt fyrir. Við töldum það afar mikilvægt að upplýsa málið og koma málinu til lykta. Að öðru leyti er ekki mikið um málið að segja," segir Ólafur Helgi. thorbjorn@stod2.is
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira