Fann síðasta lagið eftir Sjonna í sorginni 24. ágúst 2012 17:00 Sjonni eins og við minnumst hans hefði orðið 38 ára næstkomandi miðvikudag, þann 29. ágúst. Að því tilefni ákvað Þórunn Clausen ásamt fjölskyldunni allri að halda minningartónleika fyrir hann í Borgarleikhúsinu. Sjonni var frábær tónlistarmaður, lagahöfundur og söngvari og eftir hann liggja mörg yndisleg, kraftmikil og grípandi lög. „Sjonni var svo hjartahlýr og vinamargur, alltaf brosandi og til í að rétta öðrum hjálparhönd og nú þegar við höfum hann ekki hjá okkur, þá finnum við fyrir honum í tónlistinni hans." Tónlistarveisla Nú hafa vinir hans og tónlistarfólk sem hann starfaði með í gegnum tíðina flykkst saman og ætla að flytja lögin hans á tónleikunum. Meðal þeirra eru Björgvin Halldórsson, Jógvan, Pálmi Sigurhjartarson, en hann er jafnframt hljómsveitarstjóri, Hreimur Örn, Magni, Stefán Hilmarsson, Vignir Snær, Gunni Óla, Matti Matt, Soffía Karls, Guðrún Árný, Erna Hrönn, Bjarni Ara, Benni Brynleifs, Róbert Þórhalls og fleiri. „Ég held að það verði einstaklega mikið hjarta í þessum sal þetta kvöld. Það hefur tekið á að undirbúa þetta og það er ljúfsárt að hlusta á lögin hans og röddina hans og það hvað við höfum öll misst mikið verður svo raunverulegt. En hann skildi eftir sig gjafir til okkar allra með tónlistinni sinni." Fann lagið í sorginni Í tilefni af tónleikunum dreif Þórunn sig í að klára síðasta lagið sem Sjonni samdi áður en hann lést. „Í desember á síðasta ári, í kjölfar sérstaklega erfiðs tíma hjá mér í sorginni þar sem ég þráði svo heitt að geta heyrt eitthvað frá honum, gerðist svolítið einkennilegt. Ég opnaði tölvuna og allt í einu var opið þar upptökuforrit og demo af síðasta laginu sem hann samdi og var að vinna að þegar hann lést. Textinn var ókláraður en samt sem áður heyrist hann syngja línur sem voru eins og svar við spurningum mínum. Ég er nú búin að klára textann og reyndi að nota eins mikið af því sem hann var að syngja og ég gat og ætla að gefa út lagið en hans rödd mun hljóma með í laginu. Þakklát öllum sem koma fram Þetta er yndislegt lag og ég hlakka til að leyfa fólki að heyra það. En Vignir Snær er að vinna lagið með mér ásamt Vinum Sjonna sem sjá um hljóðfæraleik, undirspil og bakraddir. Nú eru æfingar á fullu fyrir tónleikana og ég er svo þakklát öllum sem eru að koma fram og heiðra minningu hans á þennan hátt. Ágóði af tónleikunum mun síðan renna í Áfram, hvatningarsjóðinn sem stofnaður var fyrir börnin hans Sjonna fjögur," segir Þórunn að lokum. Tónlist Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Sjonni eins og við minnumst hans hefði orðið 38 ára næstkomandi miðvikudag, þann 29. ágúst. Að því tilefni ákvað Þórunn Clausen ásamt fjölskyldunni allri að halda minningartónleika fyrir hann í Borgarleikhúsinu. Sjonni var frábær tónlistarmaður, lagahöfundur og söngvari og eftir hann liggja mörg yndisleg, kraftmikil og grípandi lög. „Sjonni var svo hjartahlýr og vinamargur, alltaf brosandi og til í að rétta öðrum hjálparhönd og nú þegar við höfum hann ekki hjá okkur, þá finnum við fyrir honum í tónlistinni hans." Tónlistarveisla Nú hafa vinir hans og tónlistarfólk sem hann starfaði með í gegnum tíðina flykkst saman og ætla að flytja lögin hans á tónleikunum. Meðal þeirra eru Björgvin Halldórsson, Jógvan, Pálmi Sigurhjartarson, en hann er jafnframt hljómsveitarstjóri, Hreimur Örn, Magni, Stefán Hilmarsson, Vignir Snær, Gunni Óla, Matti Matt, Soffía Karls, Guðrún Árný, Erna Hrönn, Bjarni Ara, Benni Brynleifs, Róbert Þórhalls og fleiri. „Ég held að það verði einstaklega mikið hjarta í þessum sal þetta kvöld. Það hefur tekið á að undirbúa þetta og það er ljúfsárt að hlusta á lögin hans og röddina hans og það hvað við höfum öll misst mikið verður svo raunverulegt. En hann skildi eftir sig gjafir til okkar allra með tónlistinni sinni." Fann lagið í sorginni Í tilefni af tónleikunum dreif Þórunn sig í að klára síðasta lagið sem Sjonni samdi áður en hann lést. „Í desember á síðasta ári, í kjölfar sérstaklega erfiðs tíma hjá mér í sorginni þar sem ég þráði svo heitt að geta heyrt eitthvað frá honum, gerðist svolítið einkennilegt. Ég opnaði tölvuna og allt í einu var opið þar upptökuforrit og demo af síðasta laginu sem hann samdi og var að vinna að þegar hann lést. Textinn var ókláraður en samt sem áður heyrist hann syngja línur sem voru eins og svar við spurningum mínum. Ég er nú búin að klára textann og reyndi að nota eins mikið af því sem hann var að syngja og ég gat og ætla að gefa út lagið en hans rödd mun hljóma með í laginu. Þakklát öllum sem koma fram Þetta er yndislegt lag og ég hlakka til að leyfa fólki að heyra það. En Vignir Snær er að vinna lagið með mér ásamt Vinum Sjonna sem sjá um hljóðfæraleik, undirspil og bakraddir. Nú eru æfingar á fullu fyrir tónleikana og ég er svo þakklát öllum sem eru að koma fram og heiðra minningu hans á þennan hátt. Ágóði af tónleikunum mun síðan renna í Áfram, hvatningarsjóðinn sem stofnaður var fyrir börnin hans Sjonna fjögur," segir Þórunn að lokum.
Tónlist Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira