Dómurinn kveðinn upp á morgun KHN skrifar 23. ágúst 2012 23:28 Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár. Geðheilsa Breiviks verður til umfjöllunar í Ósló á morgun. Þá mun dómarinn skera úr um hvort að fjöldamorðinginn eigi í raun heima í almennu fangelsi eða á réttargeðdeild. Eitt er þó víst. Breivik mun eiga samastað í Ila-fangelsinu um ókomin ár. Frá því að Breivik var handtekinn í kjölfar voðaverkanna í Útey og í stjórnarráðshverfinu í Ósló hefur hann dvalið í fangelsinu. Þar hefur Breivik aðgang að þremur klefum en hver er átta fermetrar að stærð. Í einum er svefnaðstaða, öðrum líkamsrækt og í þriðja er tölva sem Breivik hefur notað til að rita endurminningar sínar. Vistun Breiviks í Ila-fangelsinu verður með svipuðum hætti verður hann metinn sakhæfur á morgun. Ef dómarinn ákveður hins vegar að úrskurða hann ósakhæfan verður hann fluttur á sérstaka réttargeðdeild í fangelsinu. En dómurinn á morgun mun þó ekki endilega marka endalok málsins. „Hann segir að ef dómararnir komast að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki heill geðheilsu, þ.e. veikur á geði þá mun hann áfrýja. Ef dómararnir dæma hann til refsingar og að hann sé andlega heill segir hann að hann muni ekki áfrýja, eftir því sem okkur skilst á honum," segir Vibeke Hein Baera, lögmaður Breiviks. Rúmt ár er síðan Breivik myrti sjötíu og sjö manneskjur í miðborg Óslóar og í Útey. Aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstödd dómsuppkvaðninguna á morgun. Sjálfur mun Breivik sitja bakvið glervegg meðan úrskurðurinn verður kynntur. „Frá lagalegum sjónarhorni gæti hann orðið frjás maður að nokkrum árum liðnum. En ef við lítum raunhæft á málið mun hann hugsanlega sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað," segir Lasse Qvigstad, fyrrverandi saksóknari. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár. Geðheilsa Breiviks verður til umfjöllunar í Ósló á morgun. Þá mun dómarinn skera úr um hvort að fjöldamorðinginn eigi í raun heima í almennu fangelsi eða á réttargeðdeild. Eitt er þó víst. Breivik mun eiga samastað í Ila-fangelsinu um ókomin ár. Frá því að Breivik var handtekinn í kjölfar voðaverkanna í Útey og í stjórnarráðshverfinu í Ósló hefur hann dvalið í fangelsinu. Þar hefur Breivik aðgang að þremur klefum en hver er átta fermetrar að stærð. Í einum er svefnaðstaða, öðrum líkamsrækt og í þriðja er tölva sem Breivik hefur notað til að rita endurminningar sínar. Vistun Breiviks í Ila-fangelsinu verður með svipuðum hætti verður hann metinn sakhæfur á morgun. Ef dómarinn ákveður hins vegar að úrskurða hann ósakhæfan verður hann fluttur á sérstaka réttargeðdeild í fangelsinu. En dómurinn á morgun mun þó ekki endilega marka endalok málsins. „Hann segir að ef dómararnir komast að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki heill geðheilsu, þ.e. veikur á geði þá mun hann áfrýja. Ef dómararnir dæma hann til refsingar og að hann sé andlega heill segir hann að hann muni ekki áfrýja, eftir því sem okkur skilst á honum," segir Vibeke Hein Baera, lögmaður Breiviks. Rúmt ár er síðan Breivik myrti sjötíu og sjö manneskjur í miðborg Óslóar og í Útey. Aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstödd dómsuppkvaðninguna á morgun. Sjálfur mun Breivik sitja bakvið glervegg meðan úrskurðurinn verður kynntur. „Frá lagalegum sjónarhorni gæti hann orðið frjás maður að nokkrum árum liðnum. En ef við lítum raunhæft á málið mun hann hugsanlega sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað," segir Lasse Qvigstad, fyrrverandi saksóknari.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira