ÍR-ingar töpuðu í kvöld sínum þrettánda leik á tímabilinu í 1. deild karla er liðið fékk Hauka í heimsókn. Hafnfirðingar unnu leikinn, 2-0.
ÍR er í neðsta sæti deildarinnar með fjórtán stig og er sem stendur fjórum stigum frá fallsæti þegar liðið á þrjá leiki eftir á tímabilinu.
KA komst upp í fjórða sæti deildarinnar með 1-0 sigri á Þrótti á Akureyri.
Þróttur er nú dottið niður í fimmta sætið en hefði með sigri í kvöld komist upp í þriðja sætið. Með tapinu í kvöld minnkuðu líkur liðsins á að komast upp í Pepsi-deild karla talsvert.
Nítjándu umferð lýkur með fjórum leikjum á morgun sem hefjast allir klukkan 14.00.
Úrslit kvöldsins:
KA - Þróttur 1-0
1-0 Brian Gilmour (66.)
ÍR - Haukar 0-2
0-1 Brynjar Benediktsson (14.)
0-2 Aron Jóhannsson (86.)
Markaskorarar frá úrslit.net.
Íslenski boltinn