Fótbolti

Liverpool til Rússlands | Gylfi og félagar mæta Lazio

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Liverpool mætir Udinese frá Ítalíu, Young Boys frá Sviss og Anzhi frá Rússlandi í A-riðli Evrópudeildar í vetur. Dregið var í riðla í Mónakó í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham leika í J-riðli gegn Panathinaikos frá Grikklandi, Lazio frá Ítalíu og Maribor frá Slóveníu.

Þá eru Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen í E-riðli með félagi sínu FC Kaupmannahöfn. Þar mætir liðið Stuttgart frá Þýskalandi, Steaua Búkarest frá Rúmeníu og lærisveinum Ole Gunnars Solskjær hjá Molde.

Helgi Valur Daníelsson og félagar í AIK leika í F-riðli með PSV Eindhoven, Napólí og Dnipro.

Fyrsti leikdagur í Evrópudeildinni er fimmtudagurinn 20. september.

Bein lýsing

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao er mættur á sviðið til þess að aðstoða við dráttinn. Falcabo hefur skorað í tveimur úrslitaleikjum Evrópudeildarinnar í röð, með Porto árið 2011 og með Atletico Madrid í vor. Frábær knattspyrnumaður.

Falcao verður ekki eina stórstjarnan sem aðstoðar við dráttinn. Markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi, Patrick Kluivert, er einnig mættur á svæðið. Kluivert skoraði sigurmark Ajax gegn AC Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 1995 sem skaut honum upp á stjörnuhimininn.

Úrslitaleikur keppninnar fer einmitt fram á Amsterdam-leikvanginum. Heimavelli Kolbeins Sigþórssonar og félaga í Ajax. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram í Amsterdam árið 1998 þegar Real Madrid lagði Juventus árið 1998.

A

Liverpool

Udinese

Young Boys

Anzhi

B

Atletico Madrid

Hapoel Tel-Aviv

Viktoria Plzen

Académica

C

Marseille

Fenerbahce

Borussia Mönchengladbach

AEL Limassol

D

Bordeaux

Club Brugge

Newcastle

Marítimo

E

Stuttgart

FC Kaupmannahöfn

Steaua Búkarest

Molde

F

PSV Eindhoven

Napólí

Dnipro

AIK

G

Sporting Lissabon

Basel

Genk

Videoton

H

Inter Milan

Rubin Kazan

Partizan Belgrad

Neftci PFK

I

Lyon

Athletic Bilbao

Sparta Prag

Hapoel Kyrat Shmona

J

Tottenham

Panathinaikos

Lazio

Maribor

K

Bayer Leverkusen

Metalist Kharkiv

Rosenborg

Rapid Vín

L

Twente

Hannover 96

Levante

Helsingborg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×