Markmið sundkappans Jóns Margeirs Sverrissonar eru klár fyrir Ólympíumótið í London. Hann stefnir á verðlaun í sinni sterkustu grein, 200 metra skriðsundi.
„Ég ætla að vera afslappaður og rólegur. Leggja allt sem ég á í hverja einustu grein og stefni á að komast á pall í 200 metra skriðsundi," sagði Jón Margeir í samtali við íþróttadeild Vísis rétt fyrir brottför hópsins til London.
Viðtalið við Jón Margeir má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo sjá lykilupplýsingar um sundkappann ásamt keppnistímum hans í London.
Jón Margeir Sverrisson
Félag: Fjölnir/Ösp
Fötlun: Þroskahömlun - S14
Keppnisgreinar
100 metra baksund
100 metra bringusund
200 metra skriðsund
Keppnistímar Jóns Margeirs - undanrásir /úrslit
31. ágúst: 10:07/18:31 100 metra baksund S14
2. september: 08:54/16:48 200 metra skriðsund S14
6. september: 09:34/17:24 100 metra bringusund S14

