Sport

Rally Reykjavík hófst í dag

myndir/gunnlaugur
Rally Reykjavik hófst í dag í höfuðborginni og mun keppni standa yfir fram á laugardag. Þetta er í 33. skipti sem keppnin fer fram.

Keppnin er ein mest krefjandi akstursíþróttakeppni ársins á Íslandi þar sem keppendur ferðast yfir 1000km, þar af 300 á sérleiðum.

Hilmar Bragi Þráinsson og Dagbjört Rún Guðmundsdóttir leiða eftir fyrsta daginn en þau aka á MMC Lancer Evo VI.

Jóhannes V. Gunnarsson og Björgvin Benediktsson á MMC Lancer V koma þar á eftir.

Hægt er að kynna sér stöðuna frekar og fylgjast með gangi mála á rallyreykjavik.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×