Reynir á ráðherrann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. september 2012 09:01 Sú tímabæra breyting tók gildi um mánaðamótin að nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tók til starfa. Hin gamla skipan mála var orðin löngu úrelt. Þar áttu fornir undirstöðuatvinnuvegir, sjávarútvegur og landbúnaður, auk iðnaðarins „sín"ráðuneyti og aðrar atvinnugreinar fengu takmarkaða eða handahófskennda athygli. Rökin fyrir því að leggja niður lítil ráðuneyti sem pössuðu upp á sérhagsmuni og setja á fót stórt ráðuneyti sem horfir á hagsmuni og starfsumhverfi atvinnulífsins almennt eru augljós, enda hafa allir stóru flokkarnir ályktað um málið, þótt sumir hafi eitthvað lítið viljað kannast við það nú í aðdraganda þessarar breytingar. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði réttilega hér í blaðinu í síðustu viku að með þessari breytingu skapaðist meira jafnræði með atvinnugreinunum. "Við getum tekið einhverja mestu vaxtargrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma," sagði Steingrímur. "Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi." Ein mikilvægasta breytingin er sú að sameinað ráðuneyti ætti að hafa bolmagn til sjálfstæðrar stefnumótunar í stað þess að ganga erinda öflugra hagsmunasamtaka atvinnugreinanna, eins og oft hefur brugðið við. Einkum og sér í lagi í landbúnaðarráðuneytinu á meðan það var og hét, en líka að einhverju leyti í sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytunum, var stundum erfitt að átta sig á því hvar stjórnsýslan endaði og hagsmunasamtökin tóku við. Breytingin setur hins vegar ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála í nýja stöðu. Hann getur ekki lengur verið hagsmunagæzlumaður og talsmaður "sinnar" atvinnugreinar á kostnað annarra. Um þetta skrifuðu forystumenn Samtaka verzlunar og þjónustu, Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, í grein í helgarblaði Fréttablaðsins: „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för." Þetta eru vafalaust væntingar, sem fleiri gera til nýs ráðuneytis og ráðherra þess. Þá vakna spurningar eins og þessi: Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon til dæmis ef enn einu sinni slær í brýnu með landbúnaðinum, sem vill hafa sem allra hæsta tolla á mat sem er fluttur inn til landsins, og innflytjendum og smásölum á matvörumarkaði, sem ásamt neytendum eiga skýra hagsmuni af því að tollar séu sem lægstir og samkeppnin sem virkust? Hvar telur hann að almannahagsmunirnir liggi? Það getur orðið vandlifað í hinum nýja sameinaða ráðherrastól og mun reyna á ráðherrann. Ólafur Stephensen Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Sú tímabæra breyting tók gildi um mánaðamótin að nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tók til starfa. Hin gamla skipan mála var orðin löngu úrelt. Þar áttu fornir undirstöðuatvinnuvegir, sjávarútvegur og landbúnaður, auk iðnaðarins „sín"ráðuneyti og aðrar atvinnugreinar fengu takmarkaða eða handahófskennda athygli. Rökin fyrir því að leggja niður lítil ráðuneyti sem pössuðu upp á sérhagsmuni og setja á fót stórt ráðuneyti sem horfir á hagsmuni og starfsumhverfi atvinnulífsins almennt eru augljós, enda hafa allir stóru flokkarnir ályktað um málið, þótt sumir hafi eitthvað lítið viljað kannast við það nú í aðdraganda þessarar breytingar. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði réttilega hér í blaðinu í síðustu viku að með þessari breytingu skapaðist meira jafnræði með atvinnugreinunum. "Við getum tekið einhverja mestu vaxtargrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma," sagði Steingrímur. "Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi." Ein mikilvægasta breytingin er sú að sameinað ráðuneyti ætti að hafa bolmagn til sjálfstæðrar stefnumótunar í stað þess að ganga erinda öflugra hagsmunasamtaka atvinnugreinanna, eins og oft hefur brugðið við. Einkum og sér í lagi í landbúnaðarráðuneytinu á meðan það var og hét, en líka að einhverju leyti í sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytunum, var stundum erfitt að átta sig á því hvar stjórnsýslan endaði og hagsmunasamtökin tóku við. Breytingin setur hins vegar ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála í nýja stöðu. Hann getur ekki lengur verið hagsmunagæzlumaður og talsmaður "sinnar" atvinnugreinar á kostnað annarra. Um þetta skrifuðu forystumenn Samtaka verzlunar og þjónustu, Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, í grein í helgarblaði Fréttablaðsins: „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för." Þetta eru vafalaust væntingar, sem fleiri gera til nýs ráðuneytis og ráðherra þess. Þá vakna spurningar eins og þessi: Hvað gerir Steingrímur J. Sigfússon til dæmis ef enn einu sinni slær í brýnu með landbúnaðinum, sem vill hafa sem allra hæsta tolla á mat sem er fluttur inn til landsins, og innflytjendum og smásölum á matvörumarkaði, sem ásamt neytendum eiga skýra hagsmuni af því að tollar séu sem lægstir og samkeppnin sem virkust? Hvar telur hann að almannahagsmunirnir liggi? Það getur orðið vandlifað í hinum nýja sameinaða ráðherrastól og mun reyna á ráðherrann.
Ólafur Stephensen Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira