Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 13:15 Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra ræddi mál ríkislögreglustjóra á Sprengisandi. Vísir Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar ræddu mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á Sprengisandi í morgun. Embættið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna kaupa þess á þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins Intra ráðgjöf, en verkefni sem fyrirtækið sinnti voru ekki boðin út. Kostnaður vegna þjónustunnar nam 160 milljónum króna. Sigríður segir mál nöfnu sinnar ekki einsdæmi í stjórnsýslunni, mörg dæmi um að embætti og stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. „Menn byrja að kaupa, svo myndast eitthvað þægilegt samband milli einhvers ráðgjafa eða verktaka. Það heldur áfram ár eftir ár og menn gá ekki að sér. Þetta er spurning um stjórnun, að menn hafi augun á boltanum og láti þetta ekki gerast en þetta gerist allt of oft í ríkisrekstrinum,“ segir Sigríður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þurfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að meta hvort óreiða á bókhaldi embættisins hafi verið slík að tilefni sé til að leysa ríkislögreglustjóra frá störfum. Meti hún það svo verði ríkislögreglustjóra veitt lausn frá störfum tímabundið til að byrja með. „Það þarf þá að víkja viðkomandi um stundarsakir, kalla saman nefnd sem þarf að meta hvort rétt hafi verið að víkja um stundarsakir í ljósi ásakana. Svo þarf þessi nefnd líka að leggja mat á hvort rétt sé að víkja viðkomandi alfarið úr starfi,“ segir Sigríður. Mjög fátítt sé að slík nefnd sé kölluð saman en það sé helst í tilfelli lögreglumanna. Hún segir afstöðu dómsmálaráðherra í málinu hafa litast of mikið af almenningsáliti. „Þetta er eftir sem áður á ábyrgð ráðherra, og ráðherra þarf að hafa hrygg í sér til að segja það sem segja þarf. Taka ákvörðun um það sem þarf að gera og vísa ekki bara til skoðanakannana meðal almennings,“ segir Sigríður en Sigmar segir þá framsetningu hennar ekki sanngjarna. „Eins og ég var að rekja áðan hefur ráðherra verið alveg skýr með það að hún færi eftir lagarammanum sem um þetta gildir,“ segir Sigmar. Fer ekki saman Sigríður Björk kveðst ekki íhuga stöðu sína vegna málsins. Sigmar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi viðurkennt mistök sem rýri traust almennings til embættisins. „Þetta slær mann bara illa. Menn hljóta auðvitað að velta því fyrir sér þegar þeir eru að stýra þessu: Er ég endilega rétta manneskjan til að endurvinna traustið?“ segir Sigmar. Umræðurnar í heild sinni má nálgast í spilaranum að neðan. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Miðflokkurinn Viðreisn Rekstur hins opinbera Lögreglan Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar ræddu mál Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra á Sprengisandi í morgun. Embættið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu vegna kaupa þess á þjónustu ráðgjafarfyrirtækisins Intra ráðgjöf, en verkefni sem fyrirtækið sinnti voru ekki boðin út. Kostnaður vegna þjónustunnar nam 160 milljónum króna. Sigríður segir mál nöfnu sinnar ekki einsdæmi í stjórnsýslunni, mörg dæmi um að embætti og stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. „Menn byrja að kaupa, svo myndast eitthvað þægilegt samband milli einhvers ráðgjafa eða verktaka. Það heldur áfram ár eftir ár og menn gá ekki að sér. Þetta er spurning um stjórnun, að menn hafi augun á boltanum og láti þetta ekki gerast en þetta gerist allt of oft í ríkisrekstrinum,“ segir Sigríður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þurfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að meta hvort óreiða á bókhaldi embættisins hafi verið slík að tilefni sé til að leysa ríkislögreglustjóra frá störfum. Meti hún það svo verði ríkislögreglustjóra veitt lausn frá störfum tímabundið til að byrja með. „Það þarf þá að víkja viðkomandi um stundarsakir, kalla saman nefnd sem þarf að meta hvort rétt hafi verið að víkja um stundarsakir í ljósi ásakana. Svo þarf þessi nefnd líka að leggja mat á hvort rétt sé að víkja viðkomandi alfarið úr starfi,“ segir Sigríður. Mjög fátítt sé að slík nefnd sé kölluð saman en það sé helst í tilfelli lögreglumanna. Hún segir afstöðu dómsmálaráðherra í málinu hafa litast of mikið af almenningsáliti. „Þetta er eftir sem áður á ábyrgð ráðherra, og ráðherra þarf að hafa hrygg í sér til að segja það sem segja þarf. Taka ákvörðun um það sem þarf að gera og vísa ekki bara til skoðanakannana meðal almennings,“ segir Sigríður en Sigmar segir þá framsetningu hennar ekki sanngjarna. „Eins og ég var að rekja áðan hefur ráðherra verið alveg skýr með það að hún færi eftir lagarammanum sem um þetta gildir,“ segir Sigmar. Fer ekki saman Sigríður Björk kveðst ekki íhuga stöðu sína vegna málsins. Sigmar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi viðurkennt mistök sem rýri traust almennings til embættisins. „Þetta slær mann bara illa. Menn hljóta auðvitað að velta því fyrir sér þegar þeir eru að stýra þessu: Er ég endilega rétta manneskjan til að endurvinna traustið?“ segir Sigmar. Umræðurnar í heild sinni má nálgast í spilaranum að neðan.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Miðflokkurinn Viðreisn Rekstur hins opinbera Lögreglan Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira