Bjarni Þór Viðarsson kom inn á sem varamaður og skoraði þegar Silkeborg vann 2-0 sigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Allt stefndi í markalaust jafntefli á Haderslev-vellinum þegar gestirnir skoruðu tvö mörk á þremur mínútum. Marvin Pourie kom Silkeborg yfir á 86. mínútu og mínútu síðar kom Bjarni Þór Viðarsson inn á sem varamaður.
Hafnfirðingurinn var ekki lengi að láta til sín taka og tryggði gestunum tveggja marka sigur. Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í vörninni hjá SönderjyskE en Húsvíkingurinn hefur verið frá keppni um tíma vegna meiðsla.
Með sigrinum lyfti Silkeborg sér úr fallsæti. Liðið hefur sjö stig að loknum níu umferðum. SönderjyskE hefur tíu stig í 9. sæti deildarinnar.
Bjarni Þór Viðarsson opnaði markareikninginn hjá Silkeborg
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn






Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn