Íslenski boltinn

Miðverðir í bakvarðarstöðunum á móti Belgum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fagna hér marki í fyrri leiknum við Belga.
Strákarnir fagna hér marki í fyrri leiknum við Belga. Mynd/Vilhelm
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari hjá 21 árs liði karla í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Belgíu í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM.

Íslenska liðið hefur þrjú stig eftir 7 leiki en sigur vannst á Belgum í heimaleiknum sem var fyrsti leikur liðsins í keppninni. Íslensku strákarnir hafa síðan tapað sex leikjum í röð síðan þá.

Það vekur athygli að miðverðirnir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hörður Björgvin Magnússon spila sem bakverðir í leiknum í Belgíu í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.00. Miðverðir liðsins eru Sverrir Ingi Ingason og Hólmar Örn Eyjólfsson.

Byrjunarlið Íslands á móti Belgíu:

Markvörður: Árni Snær Ólafsson

Hægri bakvörður: Eiður Aron Sigurbjörnsson

Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Miðverðir: Sverrir Ingi Ingason og Hólmar Örn Eyjólfsson

Tengiliðir: Guðlaugur Victor Pálsson, Arnór Ingvi Traustason og Guðmundur Þórarinsson

Hægri kantur: Jón Daði Böðvarsson

Vinstri kantur: Kristinn Steindórsson

Framherji: Aron Jóhannsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×