Sextíu gráður og þeytivinda, takk Steinunn Stefánsdóttir skrifar 28. september 2012 16:13 Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðlum. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafnstórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á stafrænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungumála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýsinga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungumál menn ætla að tala," sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það," bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu samskipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að markaðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum tilverunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum. Lífvænleiki tungumáls á 21. öldinni mælist ekki bara í því hversu margir nota það eða hversu mikið það er notað í listum eða fjölmiðlum. Horfur tungumáls í heimi þar sem upplýsingatækni leikur jafnstórt hlutverk og raun ber vitni, hlutverk sem á enn eftir að aukast á komandi árum, velta ekki síður á því hvort og hvernig hlutverk þess er í hinum stafræna heimi, hvort hægt er að nota það í öllum þeim stafrænu samskiptum sem hver og einn á í á hverjum degi. Skýrslan Íslensk tunga á stafrænni öld var kynnt á Evrópska tungumáladeginum í vikunni. Skýrslan tekur til þrjátíu tungumála sem töluð eru í Evrópu og er í niðurstöðum sýnt fram á að tveir þriðju hlutar þeirra eru í hættu vegna þess að þau ná ekki að fylgja eftir þróuninni í upplýsinga- og tölvutækni. Íslenskan er vitaskuld þar á meðal. „Við munum fá alls konar tól og tæki á næstu áratugum sem menn munu stjórna með því að tala við þau. Þá er spurning hvaða tungumál menn ætla að tala," sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskum fræðum og stjórnarformaður Máltækniseturs, í frétt blaðsins á miðvikudaginn. Að mati Eiríks er app-forrit fyrir síma með Android-stýrikerfi, sem nýlega kom á markað og gerir notendum kleift að tala íslensku við símann sinn, eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í íslenskri málrækt. „Ef við getum ekki talað íslensku við tækin mun það örugglega ekki þýða að við hættum við að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að tala ensku við ísskápinn þinn þá munt þú gera það," bendir Eiríkur á. Þetta er einmitt kjarni málsins. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að Íslendingar, og þá ekki síst íslensk börn, eigi þess kost að hafa íslenskt viðmót í tölvum sínum. Sá björn er ekki unninn en í mörgum skólum hefur þessari kröfu sem betur fer verið svarað. Stafræn samskipti munu bara aukast. Í vaxandi mæli munu samskipti fólks við tækin sín eiga sér stað gegnum talgreini, þ.e. þannig að fólk talar við tækin sín í stað þess að ýta á takka. Þá skiptir miklu fyrir viðhald tungumáls að unnt sé að nota móðurmálið. Málsamfélag sem telur 330.000 er pínulítið sem þýðir að markaðurinn er fjarri því nógu stór til þess að einkafyrirtæki sjái sér hag í að vinna þróunarvinnu á sviði máltækni. Það er því ljóst að ef íslenskan á að halda velli á nýjum tímum verður að koma til opinber stuðningur. Á það hefur vantað. Til dæmis hefur ekki verið hægt að taka inn nemendur í máltækni síðastliðin ár. Það er og verður sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að íslenskan haldi áfram að þróast og vera lifandi, meðal annars með því að hún missi ekki umdæmi, eins og sagt er, þ.e. að við getum áfram notað hana á öllum sviðum tilverunnar, meðal annars til þess að segja þvottavélinni fyrir verkum.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun