Schumacher refsað fyrir árekstur Birgir Þór Harðarson skrifar 23. september 2012 20:23 Michael Schumacher, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, verður gert að ræsa tíu sætum aftar á ráslínu í Japan vegna árekstursins sem hann olli í kappakstrinum í Singapúr í dag. Schumacher sagðist gruna að bilun í bremsunum hafi ollið því að hann hafi ekið aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne. Fréttaskýrendur og aðrir sem greint hafa atvikið af sjónvarpskjánum bentu á að atvikið væri furðulegt og varla við Schumacher að sakast. "Ég byrjaði að bremsa áður en ég kom að bremsupunktinum," sagði Schumacher eftir mótið í dag. "Bíllinn vildi ekki hægja á sér. Það er ekki eins og ég hafi byrjað að bremsa of seint." Ef myndbandsupptökur eru skoðaðar af atvikinu sést að vinstra framhjól Mercedes-bílsins læsist á undan hægra framhjólinu. Það er gegn allri eðlisfræði sem liggur að baki því að hljólin læsist þegar bremsað er. Í þessu tilviki er verið að bremsa fyrir hægri beygju og því ætti hægra framhjólið að læsast fyrr, ef eitthvað á að læsast yfir höfuð. Bæði framhjólin eru svo læst í örskamma stund áður en áreksturinn verður og Schumacher aðeins farþegi og getur ekkert gert. Úrskurður dómaranna í Singapúr gildir og því mun Schumacher færast aftur um tíu sæti á ráslínu í Japan óháð því hversu fljótur hann er í tímatökunni. Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan. Formúla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Michael Schumacher, ökumaður Mercedes-liðsins í Formúlu 1, verður gert að ræsa tíu sætum aftar á ráslínu í Japan vegna árekstursins sem hann olli í kappakstrinum í Singapúr í dag. Schumacher sagðist gruna að bilun í bremsunum hafi ollið því að hann hafi ekið aftan á Torro Rosso-bíl Jean-Eric Vergne. Fréttaskýrendur og aðrir sem greint hafa atvikið af sjónvarpskjánum bentu á að atvikið væri furðulegt og varla við Schumacher að sakast. "Ég byrjaði að bremsa áður en ég kom að bremsupunktinum," sagði Schumacher eftir mótið í dag. "Bíllinn vildi ekki hægja á sér. Það er ekki eins og ég hafi byrjað að bremsa of seint." Ef myndbandsupptökur eru skoðaðar af atvikinu sést að vinstra framhjól Mercedes-bílsins læsist á undan hægra framhjólinu. Það er gegn allri eðlisfræði sem liggur að baki því að hljólin læsist þegar bremsað er. Í þessu tilviki er verið að bremsa fyrir hægri beygju og því ætti hægra framhjólið að læsast fyrr, ef eitthvað á að læsast yfir höfuð. Bæði framhjólin eru svo læst í örskamma stund áður en áreksturinn verður og Schumacher aðeins farþegi og getur ekkert gert. Úrskurður dómaranna í Singapúr gildir og því mun Schumacher færast aftur um tíu sæti á ráslínu í Japan óháð því hversu fljótur hann er í tímatökunni. Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan.
Formúla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira