Sport

Spilaði hálsbrotinn í fimmtán ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr íshokkíleik.
Úr íshokkíleik. Mynd/Nordic Photos/Getty
August Tornberg, tvítugur íshokkíleikmaður í Svíþjóð, hefur alltaf verið að drepast í hálsinum í mörg ár en sjúkraþjálfarar liðsins hans hafa aldrei fundið hvað væri að. Þegar kappinn fór í myndatöku eftir að hafa fengið högg á andlitið í leik kom í ljós að hann var búinn að vera hálsbrotinn í fimmtán ár.

August Tornberg er mjög efnilegur spilari sem spilar með Piteå-liðinu í sænsku 1.deildinni í íshokkí og var nýkominn til liðsins frá Bodens HF. Hann missir af öllu tímabilinu en skautarnir þurfa þó ekki að fara upp á hillu því hann er á leiðinni í aðgerð sem á að koma honum aftur inn á svellið.

Forsagan er annars þannig að fimm ára gamall féll Tornberg úr tré og móðir hans fór með hann á spítala. Læknarnir fundu hinsvegar ekkert að honum og sendu hann aftur heim. August Tornberg fann hinsvegar alltaf fyrir hálsinum og hefur leitað sér allskyns lækninga í mörg ár.

Hann fór þó ekki í myndatöku fyrr en hann að hann fékk slæmt högg á andlitið í leik á dögunum. Hann var í framhaldinu sendur í myndatöku til að finna hvort eitthvað væri brotið í andlitinu. Það átti hinsvegar enginn von á því að andlitið væri heilt en hálsinn brotinn.

Það er ljóst að August Tornberg getur þakkað fyrir að vera á lífi enda íshokkí ekki hættulítið sport fyrir hálsbrotinn mann. Ef illa hefði farið þá hefði kappinn ekki endaði í hjólastól heldur í kistu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×