Handbolti

Ísland gerði jafntefli í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir skoraði níu mörk fyrir Ísland í kvöld.
Hrafnhildur Skúladóttir skoraði níu mörk fyrir Ísland í kvöld. Mynd/Pjetur
Kvennalandsliðið Íslands gerði í kvöld jafntefli við Svíþjóð, 24-24, í æfingaleik ytra. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir skoraði níu mörk fyrir íslenska liðið.

Þetta eru góð úrslit fyrir íslenska liðið enda Svíar með eitt besta lið EVrópu. Staðan í hálfleik var 13-11, Svíum í vil.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti góðan dag í marki íslenska liðsins og varði 20 skot. Ísland mætti Svíum einnig í gær og tapaði þá, 23-16.

Þetta er í fyrsta sinn sem Svíar ná ekki að vinna Ísland í landsleik en fyrir leik kvöldsins hafði öllum fjórtán leikjum þessara þjóða lokið með sigri Svía.

Mörk Íslands: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 9, Karen Knútsdóttir 4, Rut Jónsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1, Ramune Pekarskyte 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×