Handbolti

Karabatic verður ekki valinn í næsta landsliðshóp hjá Frökkum

Onesta og Karabatic.
Onesta og Karabatic.
Franski landsliðsþjálfarinn í handbolta, Claude Onesta, hefur tjáð sig um hneykslið í Frakklandi þar sem Nikola Karabatic og fleiri eru sakaðir um að hafa tapað leik viljandi svo þeir og ættingjar þeirra gætu grætt á veðbönkum.

"Þeir hafa augljóslega gert stór mistök og ætti að vera refsað á réttan hátt ef málið sannast gegn þeim," sagði Onesta.

Onesta segir að það sé ekkert pláss í franska landsliðinu fyrir menn sem svindla en hann ætlar sér samt ekki að taka neina ákvörðun með framtíð Karabatic og annarra franskra landsliðsmanna sem liggja undir grun fyrr en málið er til lykta leitt.

Þeir hafa þó ekki verið valdir í landsliðið í næstu verkefni sem eru eftir mánuð. Það eru Karabatic-bræður og Samuel Honrubia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×