Handbolti

Ólafur staðfestir að hann sé hættur í landsliðinu

Ólafur Stefánsson hefur tekið endanlega ákvörðun um að hætta að leika með íslenska landsliðinu. Þessi ákvörðun hefur legið í loftinu eftir Ólympíuleikana í London en flestir gerðu ráð fyrir að leikarnir yrðu hans svanasöngur með landsliðinu.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en Ólafur staðfesti við fréttastofu RÚV í dag að hann væri endanlega hættur.

Landsliðsferill Ólafs er glæsilegur enda hefur hann verið einn besti handboltamaður heims til fjölda ára. Hann var svo í lykilhlutverki er landsliðið vann til silfurverðlauna á ÓL í Peking og bronsverðlauna á EM í Austurríki.

Ólafur lék 329 landsleiki fyrir Ísland á 20 ára ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×