Sport

Nike slítur tengsl við Armstrong

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur tilkynnt að öllum samningum við fyrrum hjólreiðakappann Lance Armstrong hefur verið sagt upp.

Armstrong hefur verið dæmdur í bann fyrir lyfjamisnotkun en nýútkomin skýrsla bandaríska lyfjaeftirlitsins þykir sýna áralanga kerfisbundna lyfjamisnotkun Armstrong og keppnisliðs hans.

Armstrong fagnaði sigri í hjólreiðakeppninni Tour de France í sjö skipti alls en ekki er ólíklegt að hann verði sviptur titlunum.

„Nike líður ekki notkun ólöglega lyfja á neinn hátt," sagði í yfirlýsingu Nike.

Armstrong hefur ákveðið að hann muni stíga til hliðar sem stjórnarformaður í eigin góðgerðarsamtökum. Það tilkynnti hann í gær, örfáum mínútum áður en Nike sendi frá sér sína yfirlýsingu.

Nike mun þó áfram styrkja góðgerðarsamtök hans, Livestrong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×