„Ég var á ristastórri sýningu „Arnold Spain Festival" og þar var fullt af fólki í fitness bransanum. Ég hitti Larissu Reis og Ingrid Romero sem eru fræg fitnessmódel sem koma til Íslands í næsta mánuði. Einnig hitti ég Ronnie Coleman og Kai Green sem landaði 2. sæti á Mr Olympia 2012 en Mr Olympia er stærsta fitnessmót í heiminum," segir Margrét.
Arnold Schwarzenegger hefur látið sjá sig? „Já meðan ég var að bíða eftir að fá að hitta Kai Green þá mætti Arnold sjálfur á svæðið og var bara við hliðina á mér allt í einu. Hann var umkringdur öryggisvörðum sem ýttu mér fljótlega frá. Það varð allt brjálað þegar hann mætti."
Náðir þú að heilsa upp á stjörnuna? „Nei, ég hitti hann ekki. Hann sá mig ekki."

