Körfubolti

Nóg af dramatík í leikjum Skallagríms og Njarðvíkur - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Ómar Örn Ragnarsson
Skallagrímur og Njarðvík mættust í gær í 2. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta og ekki var dramatíkin minni í þeim leik heldur en í fyrstu umferðinni þar sem bæði lið lentu í framlengdum leikjum.

Skallagrímur vann Njarðvík 77-74 í Fjósinu í Borgarnesi í gær þar sem Carlos Medlock tryggði Skallagrími sigurinn með því að skora þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Njarðvík van fjórum stigum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir en Skallagrímur vann lokamínútur leiksins 11-4.

Skallagrímur tapaði 94-95 í framlengdum leik á Ísafirði í leiknum á undan þar sem Carlos Medlock klikkaði á þriggja stiga skoti þegar hann gat tryggt sínu liði sigurinn. Hann bætti fyrir það í gær.

Njarðvíkingar unnu hinsvegar tveggja stiga sigur í framlengdum leik á móti Þór í Þorlákshöfn í fyrstu umferðinni þar sem Þórsarar náðu mest 19 stiga forskoti þegar bara fjórtán mínútur voru eftir af leiknum. Nú misstu Njarðvíkingar hinsvegar frá sér forystu í lokin.

Ómar Örn Ragnarsson var á leik Skallagríms og Njarðvíkur í Fjósinu í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×