Fátt vakti meiri athygli á öldum ljósvakans í gær en frétt Fréttablaðsins um plötusamning Jóns Ragnars Jónssonar við Sony.
Sem kunnugt er leikur Jón Ragnar knattspyrnu með Íslandsmeisturum FH og komst sem slíkur í fréttirnar í júlí eftir viðskipti sín við Steven Lennon, leikmann Fram, sem enduðu á þann hátt að sá síðarnefndi þríbrotnaði á rist og lék ekki meir út tímabilið.
Í ljósi frétta gærdagsins veltir jafnvel hinn eitilharði Framari og rithöfundur Hallgrímur Helgason velti því fyrir sér á Facebook-síðu sinni hvort ekki sé kominn tími til að fyrirgefa Jóni Ragnari "leiðindin" frá því í sumar.
- þj, kg
Fyrirgefning syndanna
