Sigmar Vilhjálmsson og félagar hjá framleiðslufyrirtækinu Stórveldinu tilkynntu í gær um breytingu á nafni sjónvarpsþáttar sem er væntanlegur á Skjá einn.
Þátturinn átti upphaflega að heita "Ert þú ljósmyndarinn?", en eftir fund með Ljósmyndarafélagi Íslands var tekin ákvörðun um að skipta yfir í "Ljósmyndakeppni Íslands". Það er vegna þess að ljósmyndari er lögverndað starfsheiti og segir Sigmar í tilkynningu að Stórveldinu sé bæði "ljúft og skylt" að breyta nafninu, enda hafi það ekki áhrif á þættina sem slíka.
Þátturinn átti upphaflega að heita "Ert þú ljósmyndarinn?", en eftir fund með Ljósmyndarafélagi Íslands var tekin ákvörðun um að skipta yfir í "Ljósmyndakeppni Íslands". Það er vegna þess að ljósmyndari er lögverndað starfsheiti og segir Sigmar í tilkynningu að Stórveldinu sé bæði "ljúft og skylt" að breyta nafninu, enda hafi það ekki áhrif á þættina sem slíka.