Handbolti

Rothöggið ætlar að þagga niður í Loga Geirs

Logi Geirsson snýr aftur á handboltavöllinn í kvöld í fyrsta skipti í langan tíma. Hann má búast við erfiðum móttökum í Mosfellsbæ þar sem stuðningsmannalið Aftureldingar, Rothöggið, hefur verið endurvakið.

Skömmu eftir að Logi tilkynnti um endurkomu sína fór hann í að æsa upp Rothöggið sem hefur svarað kallinu.

"Rothöggið ætlar að hittast á Hvíta Riddaranum, klukkan 17:45 og fara yfir málin fyrir leik, rífa upp hooligans stemninguna og æfa lagið um Loga Geirs þar sem hann hefur stefnt á endurkomu í þessum leik og verið yfirlýsingaglaður m.a. á twitter og skotið á okkur," segir í yfirlýsingu frá Rothögginu.

Logi sagðist í samtali við Vísi að hann fagnaði endurkomu stuðningsmannahópsins og að hann gæti ekki beðið eftir að spila í Mosfellsbænum í kvöld.

Hér að ofan má sjá myndband sem Rothöggið hefur búið til fyrir leikinn.

Leiknum í kvöld verður lýst beint á Boltavakt Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×