True Blood-hjartaknúsarinn Alexander Skarsgard hefur keypt glæsilegt heimili í Los Feliz-hæðum í Los Angeles á 1,85 milljónir dollara, rúmlega 230 milljónir króna.
Húsið er á einni hæð og í því eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi en húsið var hannað af arkitektinum Phil Brown árið 1963.
Annað baðherbergið er sérstaklega glæsilegt með tveggja manna baði og glæsilegri sturtu.
Kíkið á myndirnar – sjón er sögu ríkari!
