Furður veraldar í nútímaheimi Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 22. október 2012 11:11 Listasafnið Sigrún Eldjárn Mál og menning Listasafnið eftir Sigrúnu Eldjárn er lokabókin í þríleik sem segir frá Rúnari sem flytur til smáþorpsins Ásgarðs þegar faðir hans er skipaður nýr safnstjóri. Í húsinu úir og grúir af ýmiss konar undrum og furðugripum og tekin er sú ákvörðun að stofna þrjú ný söfn, forngripasafn, náttúrugripasafn og listasafn. Í fyrstu tveimur bókum þríleiksins er sagt frá stofnun forngripa- og náttúrugripasafnsins og nú í seinustu bókinni er komið að því að stofna listasafn Ásgarðs á efstu hæð safnahússins. Safnið í Ásgarði er svokallað Wunderkammern, söfnin sem stæðilegir greifar og hertogar viðuðu að sér á sautjándu öldinni, öld landafundanna þegar Evrópumenn sigldu alla heimskringluna og sönkuðu að sér furðugripum, furðufólki og furðulöndunum sjálfum. Furðugripir Wunderkammern eru nú löngu horfnir inn í safnkost risastórra nútímasafna en í þessum bókaflokki gegna þeir aðalhlutverki. Sigrún leikur sér með hugmyndir hvernig við skiljum og skilgreinum heiminn, hvort að undur veraldar hverfi þegar furðugripir eru skrásettir og flokkaðir niður í mismunandi deildir fræðigreinanna. Og Sigrún gerir þetta afskaplega skemmtilega. Ásgarður er smáheimur, þar sem nútíminn - og umheimurinn - hefur innreið sína. Óskipulagður glundroði fortíðarinnar er vandlega flokkaður samkvæmt nútímavísindareglum og þorpsbúar kynnast nýjum hugmyndum þegar söfnin laða að sér erlenda gesti. Og ólíkt afdrifum Wunderkammern í heimi rökhyggjunnar, þá hverfa furður veraldar ekki úr Ásgarði þrátt fyrir innreið nútímans. Í fyrstu bókinni, Forngripasafninu, vaknar draugastelpan Gunnhildur til lífsins, í Náttúrugripasafninu kynnumst við flokki dverga sem býr nágrenninu og í þessari seinustu bók sleppur lítill dreki út úr einu listaverkinu og vekur til lífsins eldfjall sem spúir eldstungum og ösku yfir þorpið. Að þessu sögðu, þá er Listasafnið lakasta bók þríleiksins. Sagan er vel skrifuð, en lesendur geta engan veginn notið hennar án þess að hafa lesið bækurnar sem á undan hafa komið. Söguhetjur eru illa kynntar og sagan er ekki nægilega vel uppbyggð til að geta haldið utan um allan þann fjölda persóna sem birtast á blaðsíðum bókarinnar. Sögumenn eru alltof margir og Sigrún, ólíkt í fyrri tveim bókunum, fléttar söguþráðinn ekki í kringum eitt, skýrt ævintýri. Rúnar og vinir hans, systkinin Magga og Lilli, voru aðalsöguhetjurnar í fyrstu tveim bókunum en í þessari bók hverfa þau inn í fjöldann. Hver veit, kannski getum við sagt að ringulreiðin og glundroðinn í sögunni séu viðeigandi endalok bókaflokks sem sýnir börnum að heimurinn okkar er enn undursamlegur, að furður veraldar hverfi ekki þótt við beitum á þau hávísindalegum flokkunarkenningum og skrásetningarreglum. Og þó það er erfitt að dæma framhaldsbók sem er óskiljanleg án þess að hafi lesið þær sem á undan komu. Ég er mjög hrifin af bókaflokki Sigrúnar þegar á heildina er litið og myndi gefa honum fjórar stjörnur, en ein og sér fær Listasafnið aðeins tvær. Niðurstaða: Hressilegur lokakafli í ævintýralegum þríleik um furður veraldar í nútímaheimi. Flókinn söguþráður og illskiljanlegur fyrir lesendur sem ekki hafa lesið fyrstu bækur bókaflokksins. Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Listasafnið Sigrún Eldjárn Mál og menning Listasafnið eftir Sigrúnu Eldjárn er lokabókin í þríleik sem segir frá Rúnari sem flytur til smáþorpsins Ásgarðs þegar faðir hans er skipaður nýr safnstjóri. Í húsinu úir og grúir af ýmiss konar undrum og furðugripum og tekin er sú ákvörðun að stofna þrjú ný söfn, forngripasafn, náttúrugripasafn og listasafn. Í fyrstu tveimur bókum þríleiksins er sagt frá stofnun forngripa- og náttúrugripasafnsins og nú í seinustu bókinni er komið að því að stofna listasafn Ásgarðs á efstu hæð safnahússins. Safnið í Ásgarði er svokallað Wunderkammern, söfnin sem stæðilegir greifar og hertogar viðuðu að sér á sautjándu öldinni, öld landafundanna þegar Evrópumenn sigldu alla heimskringluna og sönkuðu að sér furðugripum, furðufólki og furðulöndunum sjálfum. Furðugripir Wunderkammern eru nú löngu horfnir inn í safnkost risastórra nútímasafna en í þessum bókaflokki gegna þeir aðalhlutverki. Sigrún leikur sér með hugmyndir hvernig við skiljum og skilgreinum heiminn, hvort að undur veraldar hverfi þegar furðugripir eru skrásettir og flokkaðir niður í mismunandi deildir fræðigreinanna. Og Sigrún gerir þetta afskaplega skemmtilega. Ásgarður er smáheimur, þar sem nútíminn - og umheimurinn - hefur innreið sína. Óskipulagður glundroði fortíðarinnar er vandlega flokkaður samkvæmt nútímavísindareglum og þorpsbúar kynnast nýjum hugmyndum þegar söfnin laða að sér erlenda gesti. Og ólíkt afdrifum Wunderkammern í heimi rökhyggjunnar, þá hverfa furður veraldar ekki úr Ásgarði þrátt fyrir innreið nútímans. Í fyrstu bókinni, Forngripasafninu, vaknar draugastelpan Gunnhildur til lífsins, í Náttúrugripasafninu kynnumst við flokki dverga sem býr nágrenninu og í þessari seinustu bók sleppur lítill dreki út úr einu listaverkinu og vekur til lífsins eldfjall sem spúir eldstungum og ösku yfir þorpið. Að þessu sögðu, þá er Listasafnið lakasta bók þríleiksins. Sagan er vel skrifuð, en lesendur geta engan veginn notið hennar án þess að hafa lesið bækurnar sem á undan hafa komið. Söguhetjur eru illa kynntar og sagan er ekki nægilega vel uppbyggð til að geta haldið utan um allan þann fjölda persóna sem birtast á blaðsíðum bókarinnar. Sögumenn eru alltof margir og Sigrún, ólíkt í fyrri tveim bókunum, fléttar söguþráðinn ekki í kringum eitt, skýrt ævintýri. Rúnar og vinir hans, systkinin Magga og Lilli, voru aðalsöguhetjurnar í fyrstu tveim bókunum en í þessari bók hverfa þau inn í fjöldann. Hver veit, kannski getum við sagt að ringulreiðin og glundroðinn í sögunni séu viðeigandi endalok bókaflokks sem sýnir börnum að heimurinn okkar er enn undursamlegur, að furður veraldar hverfi ekki þótt við beitum á þau hávísindalegum flokkunarkenningum og skrásetningarreglum. Og þó það er erfitt að dæma framhaldsbók sem er óskiljanleg án þess að hafi lesið þær sem á undan komu. Ég er mjög hrifin af bókaflokki Sigrúnar þegar á heildina er litið og myndi gefa honum fjórar stjörnur, en ein og sér fær Listasafnið aðeins tvær. Niðurstaða: Hressilegur lokakafli í ævintýralegum þríleik um furður veraldar í nútímaheimi. Flókinn söguþráður og illskiljanlegur fyrir lesendur sem ekki hafa lesið fyrstu bækur bókaflokksins.
Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira