Handbolti

Flensburg bannar Knudsen að spila með Dönum á HM á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael V. Knudsen.
Michael V. Knudsen. Mynd/AFP
Línumaðurinn snjalli Michael V. Knudsen verður ekki með danska landsliðinu á HM í handbolta á Spáni. Knudsen framlengdi samning sinn við Flensburg-Handewitt til 2014 með þeim skilyrðum að hann yrði ekki með Dönum á heimsmeistaramótinu í janúar.

Michael V. Knudsen hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en hann er orðinn 34 ára gamall. Knudsen var með danska landsliðinu á bæði Ólympíuleikunum í London en tók ekki þátt í að vinna Evrópumeistaratitilinn í Serbíu í janúar.

Það er mikið álag á bestu handboltamönnum heims og þýska liðið hefur sett pressu á sína menn að taka sér frí frá landsliðinu. Annar Dani í Flensburg-liðinu, Thomas Mogensen, verður ekki heldur ekki með Dönum á Spáni.

Michael V. Knudsen er þó ekki búinn að leggja landsliðskóna á hilluna og ætlar að gefa kost á sér í landsliðið fyrir EM á heimavelli 2014. Hann segist samt ekki viss um hvort að þjálfarinn Ulrik Wilbek verði búinn að fyrirgefa honum þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×