Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 87 - 70 Kristinn Páll Teitsson í DHL-Höllinni skrifar 9. nóvember 2012 19:08 Mynd/Anton Góður seinni hálfleikur reyndist nóg í 17 stiga sigri KR á Njarðvík í DHL-höllinni í Dominos deild karla í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu mest náð tíu stiga forskoti í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til KR liðsins í seinni hálfleik. Fyrir leikinn skildu tvö stig liðin að, KR sátu í 9. sæti með 4 stig eftir fjóra leiki á meðan Njarðvíkingar sátu í því ellefta með 2 stig úr fimm leikjum. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, liðin skiptust á að ná forskotinu en voru jafn fljót að missa það úr greipum sér. Njarðvíkingar komu ákveðnari inn í annan leikhluta og náðu mest 10 stiga forskoti þegar skammt var til leikhlés. Leikmenn KR virtust þá vakna úr svefni og náðu að skora 8 af 9 síðustu stigum hálfleiksins og minnka muninn niður í 3 stig, 41-44. Heimamenn komu hinsvegar mun einbeittari inn í seinni hálfleik og náðu forskotinu um miðjan þriðja leikhluta en náðu ekki að hrista gestina alveg úr augnsýn. Í fjórða leikhluta voru úrslitin hinsvegar aldrei spurning, heimamenn einfaldlega keyrðu yfir Njarðvíkinga og unnu að lokum öruggan sigur. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 22 stig, þar af 17 stig í seinni hálfleik og reyndist hann drjúgur á mikilvægum stundum. Í liði Njarðvíkur var Elvar Már Friðriksson stigahæstur með 17 stig en næstur kom Marcus Van með 16.KR-Njarðvík 87-70 (23-27, 18-17, 22-16, 24-10)KR: Brynjar Þór Björnsson 22/11 fráköst, Helgi Már Magnússon 15/4 fráköst, Martin Hermannsson 12/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 12/8 fráköst, Danero Thomas 10/4 fráköst, Keagan Bell 9, Kristófer Acox 5/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 17, Marcus Van 16/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 13, Nigel Moore 12/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Ólafur Helgi Jónsson 2, Friðrik E. Stefánsson 2, Maciej Stanislav Baginski 2. Helgi: Viljum stemmingu og læti í hópnum"Seinni hálfleikurinn var mjög flottur sérstaklega, við vorum orkulausir í byrjun og hálf flatir en við stigum upp í seinni hálfleik," sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður og þjálfari KR eftir leikinn."Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði þennan extra kraft, neistann sem við höfum verið að sýna á æfingum og í síðasta leik."Allt annað var að sjá til KR liðsins sóknarlega í seinni hálfleik miðað við annan leikhluta."Við ætluðum okkur aðeins of mikið í öðrum leikhluta, við ætluðum að gera allt flott og jafna leikinn í hverri sókn. Í stað þess að gera þetta hægt og rólega ætluðum við okkur of mikið á stuttum tíma,"KR liðið átti góðan sprett rétt fyrir hálfleikinn sem setti tóninn fyrir seinni hálfleikinn."Það var gríðarlega mikilvægt, það er erfitt að byrja að vinna sig upp úr einhverri holu í seinni hálfleik.""Ég var mjög ánægður með kraftinn í liðinu í seinni hálfleik, þeir fengu engin auðveld skot og um leið og þeir sóttu inn voru stóru mennirnir mættir."Mikil fagnaðarlæti og samheldni kom í ljós þegar KR-ingar náðu að láta Njarðvíkinga falla á skotklukkunni."Þannig viljum við hafa þetta, að það sé stemming og læti og bekkurinn með. Þetta er lið og þetta snýst um að allir séu saman, að menn séu að peppa hvorn annan upp og hvetja," sagði Helgi. Einar: Þurfum að herða okkur„Fyrri hálfleikurinn var að mörgu leyti flottur þótt ég sé óánægður með að kasta frá okkur 10 stiga forskoti rétt fyrir hálfleikinn," sagði Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Það var einfaldlega óskynsemi á stuttum tíma, það er moment sem sat svolítið í okkur. Við höfum verið að gera mikið af þessu, spila vel og ná forskoti en klúðra því niður á stuttum tíma." Njarðvíkingar áttu flotta spretti, sérstaklega í öðrum leikhluta þar sem þeir náðu tíu stiga forskoti. „Við getum tekið fullt af jákvæðum hlutum, sérstaklega úr fyrri hálfleiknum. Það þarf hinsvegar að fylgja því eftir, við getum ekki alltaf átt bara góða kafla. Það bara spurt að einu að leikslokum og við erum einfaldlega ekki að ná að klára leikina. " „Við verðum einfaldlega að herða okkur, mér finnst þetta vera spurning um hausinn. Við þurfum að trúa meira og vera harðir af okkur, við vorum alltof soft í seinni hálfleik." Njarðvíkingar áttu lítinn möguleika í fjórða leikhluta þar sem heimamenn einfaldlega keyrðu yfir Njarðvíkurliðið. „Við vorum alltof mjúkir, báðu megin. Maður einfaldlega vinnur ekki leiki á að spila svona," sagði Einar.Gangur leiksins:Leik lokið 87-70: Sanngjarn sigur heimamanna sem stigu svo sannarlega upp í fjórða leikhluta og vinna öruggan sigur.39. Mínúta 87-69: 37. Mínúta 77-65: Róðurinn farinn að þyngjast fyrir gestina, KRingar virðast vera að klára þetta. 36. Mínúta 77-65: Ágúst Orrason með langann þrist þegar klukkan var að renna út en Martin svarar strax fyrir KR. 35. Mínúta 73-62: Heimamenn á mikilli siglingu og lítið um svör frá Njarðvíkingum. 34. Mínúta 71-62: Gríðarleg fagnaðarlæti þegar skotklukkan rennur út hjá Njarðvík. Mikil stemming í KR liðinu þessa stundina. 31. Mínúta 65-62: Marcus Van með myndarlega troðslu eftir að hafa hirt sóknarfrákast.Þriðja leikhluta lokið63-60: Þriggja stiga munur þegar einn leikhluti er eftir.28. Mínúta 63-60: Elvar fer á línuna og setur niður þrjú vítaskot í röð.27. Mínúta 63-57: Flottur sprettur hjá KR, hafa skorað 9 af síðustu 10 stigum leiksins.26. Mínúta 58-57: Danero að koma aftur inná og nær forskotinu fyrir KR.25. Mínúta 54-56:24. Mínúta 51-51:23. Mínúta 48-49: Hjörtur nær að setja tveggja stiga körfu og fær víti með.22. Mínúta 48-46: Heimamenn byrja af krafti, Brynjar með þrist úr horninu.21. Mínúta 41-46Hálfleikur 41-44: Heimamenn með ágætis rispu rétt fyrir lok hálfleiksins sem lagar aðeins stöðuna þeirra, Njarðvíkingar náðu mest tíu stiga forskoti en leikurinn er enn í járnum.19. Mínúta 36-43: Njarðvíkingar á góðum spretti en Keagan Bell nær að svara með þriggja stiga körfu.18. Mínúta 33-40:17. Mínúta 31-36: Danero Thomas kominn með sína þriðju villu og er sestur á bekkinn.16. Mínúta 31-36: Finnur minnkar muninn og Njarðvíkingar taka leikhlé.15. Mínúta 29-36: Sóknarleikur KR kæruleysislegur á köflum.13. Mínúta 28-34: Njarðvíkingar svara með tveimum körfum á stuttum tíma, koma muninum aftur upp í 6 stig.11. Mínúta 26-27: Brynjar Þór setur þrist strax í byrjun og minnkar muninn í eitt stig.Fyrsta leikhluta lokið 23-27: Góður sprettur hjá Njarðvíkingum sem gaf þeim smá forskot.9. Mínúta 21-25: Kristófer setur tvö vítaskot niður og minnkar muninn.8. Mínúta 19-23: Góður sprettur hjá gestunum og heimamenn taka leikhlé.7. Mínúta 19-20: Bæði lið komin í bónusinn.6. Mínúta 15 - 15: Nigel Moore galopinn og skorar fyrstu körfu sína fyrir Njarðvík og það er þristur.5. Mínúta 13-9: Helgi og Martin með körfur með stuttu millibili.4. Mínúta 9-9: Martin ekkert að flækja þetta, skapar sér pláss og tekur þrist sem fer örugglega ofaní. Elvar hinsvegar skorar strax í næstu sókn og fær víti með því.3. Mínúta 6-6: Njarðvík komnir í villuvanda snemma, eru komnir með fjórar liðsvillur og því stutt í bónusinn fyrir heimamenn.2. Mínúta 4-5: Helgi minnkar muninn fyrir KR.1. Mínúta 2-5: Ágúst setur niður þrist og nær forskotinu.Fyrir leik:Það er nýr kani hjá Njarðvíkingum, Nigel Moore. Hann getur bæði spilað framherja- og skotbakvarðarstöðuna og hefur leikið undanfarin ár í Finnlandi og Þýskalandi. Hann er fyrrverandi liðsfélagi Jeb Ivey sem hjálpaði Snæfell að vinna titilinn 2010.Fyrir leik: KR er í níunda sæti með tvö stig en eru aðeins búnir að spila fjóra leiki.Fyrir leik: Njarðvík er í ellefta sæti með 2 stig .Fyrir leik: Hér mætast liðin í níunda og ellefta sæti en aðeins munar tveimur stigum á liðunum.Mynd/AntonMynd/Anton Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Góður seinni hálfleikur reyndist nóg í 17 stiga sigri KR á Njarðvík í DHL-höllinni í Dominos deild karla í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu mest náð tíu stiga forskoti í fyrri hálfleik var allt annað að sjá til KR liðsins í seinni hálfleik. Fyrir leikinn skildu tvö stig liðin að, KR sátu í 9. sæti með 4 stig eftir fjóra leiki á meðan Njarðvíkingar sátu í því ellefta með 2 stig úr fimm leikjum. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, liðin skiptust á að ná forskotinu en voru jafn fljót að missa það úr greipum sér. Njarðvíkingar komu ákveðnari inn í annan leikhluta og náðu mest 10 stiga forskoti þegar skammt var til leikhlés. Leikmenn KR virtust þá vakna úr svefni og náðu að skora 8 af 9 síðustu stigum hálfleiksins og minnka muninn niður í 3 stig, 41-44. Heimamenn komu hinsvegar mun einbeittari inn í seinni hálfleik og náðu forskotinu um miðjan þriðja leikhluta en náðu ekki að hrista gestina alveg úr augnsýn. Í fjórða leikhluta voru úrslitin hinsvegar aldrei spurning, heimamenn einfaldlega keyrðu yfir Njarðvíkinga og unnu að lokum öruggan sigur. Brynjar Þór Björnsson var atkvæðamestur í liði KR með 22 stig, þar af 17 stig í seinni hálfleik og reyndist hann drjúgur á mikilvægum stundum. Í liði Njarðvíkur var Elvar Már Friðriksson stigahæstur með 17 stig en næstur kom Marcus Van með 16.KR-Njarðvík 87-70 (23-27, 18-17, 22-16, 24-10)KR: Brynjar Þór Björnsson 22/11 fráköst, Helgi Már Magnússon 15/4 fráköst, Martin Hermannsson 12/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 12/8 fráköst, Danero Thomas 10/4 fráköst, Keagan Bell 9, Kristófer Acox 5/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 17, Marcus Van 16/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 13, Nigel Moore 12/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Ólafur Helgi Jónsson 2, Friðrik E. Stefánsson 2, Maciej Stanislav Baginski 2. Helgi: Viljum stemmingu og læti í hópnum"Seinni hálfleikurinn var mjög flottur sérstaklega, við vorum orkulausir í byrjun og hálf flatir en við stigum upp í seinni hálfleik," sagði Helgi Már Magnússon, leikmaður og þjálfari KR eftir leikinn."Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði þennan extra kraft, neistann sem við höfum verið að sýna á æfingum og í síðasta leik."Allt annað var að sjá til KR liðsins sóknarlega í seinni hálfleik miðað við annan leikhluta."Við ætluðum okkur aðeins of mikið í öðrum leikhluta, við ætluðum að gera allt flott og jafna leikinn í hverri sókn. Í stað þess að gera þetta hægt og rólega ætluðum við okkur of mikið á stuttum tíma,"KR liðið átti góðan sprett rétt fyrir hálfleikinn sem setti tóninn fyrir seinni hálfleikinn."Það var gríðarlega mikilvægt, það er erfitt að byrja að vinna sig upp úr einhverri holu í seinni hálfleik.""Ég var mjög ánægður með kraftinn í liðinu í seinni hálfleik, þeir fengu engin auðveld skot og um leið og þeir sóttu inn voru stóru mennirnir mættir."Mikil fagnaðarlæti og samheldni kom í ljós þegar KR-ingar náðu að láta Njarðvíkinga falla á skotklukkunni."Þannig viljum við hafa þetta, að það sé stemming og læti og bekkurinn með. Þetta er lið og þetta snýst um að allir séu saman, að menn séu að peppa hvorn annan upp og hvetja," sagði Helgi. Einar: Þurfum að herða okkur„Fyrri hálfleikurinn var að mörgu leyti flottur þótt ég sé óánægður með að kasta frá okkur 10 stiga forskoti rétt fyrir hálfleikinn," sagði Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Það var einfaldlega óskynsemi á stuttum tíma, það er moment sem sat svolítið í okkur. Við höfum verið að gera mikið af þessu, spila vel og ná forskoti en klúðra því niður á stuttum tíma." Njarðvíkingar áttu flotta spretti, sérstaklega í öðrum leikhluta þar sem þeir náðu tíu stiga forskoti. „Við getum tekið fullt af jákvæðum hlutum, sérstaklega úr fyrri hálfleiknum. Það þarf hinsvegar að fylgja því eftir, við getum ekki alltaf átt bara góða kafla. Það bara spurt að einu að leikslokum og við erum einfaldlega ekki að ná að klára leikina. " „Við verðum einfaldlega að herða okkur, mér finnst þetta vera spurning um hausinn. Við þurfum að trúa meira og vera harðir af okkur, við vorum alltof soft í seinni hálfleik." Njarðvíkingar áttu lítinn möguleika í fjórða leikhluta þar sem heimamenn einfaldlega keyrðu yfir Njarðvíkurliðið. „Við vorum alltof mjúkir, báðu megin. Maður einfaldlega vinnur ekki leiki á að spila svona," sagði Einar.Gangur leiksins:Leik lokið 87-70: Sanngjarn sigur heimamanna sem stigu svo sannarlega upp í fjórða leikhluta og vinna öruggan sigur.39. Mínúta 87-69: 37. Mínúta 77-65: Róðurinn farinn að þyngjast fyrir gestina, KRingar virðast vera að klára þetta. 36. Mínúta 77-65: Ágúst Orrason með langann þrist þegar klukkan var að renna út en Martin svarar strax fyrir KR. 35. Mínúta 73-62: Heimamenn á mikilli siglingu og lítið um svör frá Njarðvíkingum. 34. Mínúta 71-62: Gríðarleg fagnaðarlæti þegar skotklukkan rennur út hjá Njarðvík. Mikil stemming í KR liðinu þessa stundina. 31. Mínúta 65-62: Marcus Van með myndarlega troðslu eftir að hafa hirt sóknarfrákast.Þriðja leikhluta lokið63-60: Þriggja stiga munur þegar einn leikhluti er eftir.28. Mínúta 63-60: Elvar fer á línuna og setur niður þrjú vítaskot í röð.27. Mínúta 63-57: Flottur sprettur hjá KR, hafa skorað 9 af síðustu 10 stigum leiksins.26. Mínúta 58-57: Danero að koma aftur inná og nær forskotinu fyrir KR.25. Mínúta 54-56:24. Mínúta 51-51:23. Mínúta 48-49: Hjörtur nær að setja tveggja stiga körfu og fær víti með.22. Mínúta 48-46: Heimamenn byrja af krafti, Brynjar með þrist úr horninu.21. Mínúta 41-46Hálfleikur 41-44: Heimamenn með ágætis rispu rétt fyrir lok hálfleiksins sem lagar aðeins stöðuna þeirra, Njarðvíkingar náðu mest tíu stiga forskoti en leikurinn er enn í járnum.19. Mínúta 36-43: Njarðvíkingar á góðum spretti en Keagan Bell nær að svara með þriggja stiga körfu.18. Mínúta 33-40:17. Mínúta 31-36: Danero Thomas kominn með sína þriðju villu og er sestur á bekkinn.16. Mínúta 31-36: Finnur minnkar muninn og Njarðvíkingar taka leikhlé.15. Mínúta 29-36: Sóknarleikur KR kæruleysislegur á köflum.13. Mínúta 28-34: Njarðvíkingar svara með tveimum körfum á stuttum tíma, koma muninum aftur upp í 6 stig.11. Mínúta 26-27: Brynjar Þór setur þrist strax í byrjun og minnkar muninn í eitt stig.Fyrsta leikhluta lokið 23-27: Góður sprettur hjá Njarðvíkingum sem gaf þeim smá forskot.9. Mínúta 21-25: Kristófer setur tvö vítaskot niður og minnkar muninn.8. Mínúta 19-23: Góður sprettur hjá gestunum og heimamenn taka leikhlé.7. Mínúta 19-20: Bæði lið komin í bónusinn.6. Mínúta 15 - 15: Nigel Moore galopinn og skorar fyrstu körfu sína fyrir Njarðvík og það er þristur.5. Mínúta 13-9: Helgi og Martin með körfur með stuttu millibili.4. Mínúta 9-9: Martin ekkert að flækja þetta, skapar sér pláss og tekur þrist sem fer örugglega ofaní. Elvar hinsvegar skorar strax í næstu sókn og fær víti með því.3. Mínúta 6-6: Njarðvík komnir í villuvanda snemma, eru komnir með fjórar liðsvillur og því stutt í bónusinn fyrir heimamenn.2. Mínúta 4-5: Helgi minnkar muninn fyrir KR.1. Mínúta 2-5: Ágúst setur niður þrist og nær forskotinu.Fyrir leik:Það er nýr kani hjá Njarðvíkingum, Nigel Moore. Hann getur bæði spilað framherja- og skotbakvarðarstöðuna og hefur leikið undanfarin ár í Finnlandi og Þýskalandi. Hann er fyrrverandi liðsfélagi Jeb Ivey sem hjálpaði Snæfell að vinna titilinn 2010.Fyrir leik: KR er í níunda sæti með tvö stig en eru aðeins búnir að spila fjóra leiki.Fyrir leik: Njarðvík er í ellefta sæti með 2 stig .Fyrir leik: Hér mætast liðin í níunda og ellefta sæti en aðeins munar tveimur stigum á liðunum.Mynd/AntonMynd/Anton
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum