Orri Páll Dýrason, trommari Sigur Rósar, og eiginkona hans Lukka eignuðust barn aðfaranótt föstudags og var hann því nýbakaður faðir þegar hann spilaði á tónleikum sveitarinnar í Nýju Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld.
Það var heilbrigður strákur sem kom í heiminn og voru þau hjón að vonum í skýjunum. Þetta er annar strákurinn sem þau eignast saman en fyrir eiga þau Dýra. Orri Páll á einnig fyrir dótturina Vöku. Trommarinn fær ekki langan tíma til að eyða með syninum því hann heldur af stað í tónleikaferð til Ástralíu í dag með Sigur Rós.
-fb
