Auðunn heimsmeistari í réttstöðulyftu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2012 22:44 Auðunn Jónsson á pallinum í kvöld. Mynd/Heimasíða Kraftlyftingasamband Íslands. Auðunn Jónsson úr Breiðabliki varð í kvöld heimsmeistari í réttstöðulyftu á síðasta degi HM í kraftlyftingum í Púertó Ríkó en hann varð jafnframt áttundi í samanlögðu eftir harða keppni. Auðunn setti þrjú Íslandsmet í úrslitunum, í samanlögðu, í hnébeygju og svo í réttstöðulyftu þar sem hann vann heimsmeistaratitilinn. Hér fyrir neðan má sjá brot af lýsingu á keppninni í kvöld af heimasíðu Kraftlyftingasambandi Íslands. Auðunn byrjaði á því að lyfta 390,0 kíló í hnébeygju og hafði ekkert fyrir því. Í annari lyftu setti hann nýtt Íslandsmet með að lyfta 412,5 kílóum álíka auðveldlega. Í þriðju tilraun reyndi hann við 417,5 kíló og virtist eiga inni fyrir því, en lyftan mistókst og hann endaði þess vegna með 412,5 kíló og 8.sæti. Á bekknum byrjaði Auðunn í 262,5 kg. Axlarmeiðsl hafa hrjáð hann undanfarið og enginn vissi hversu mikil áhrif það myndi hafa. Fyrsta lyftan 262,5 kg kláraðist örugglega án þess að vera verulega sannfærandi. Önnur lyftan (272.5 kg) mistókst en í þriðju tilraun mætti Auðunn ákveðinn til leiks og fékk þrjú hvít ljós á 275,0 kílóa lyftu. Hann var þar alveg við sinn besta árangur og það dugði í 8.sæti. Auðunn fór til Púertó Ríkó með þann ásetning að taka gullið í réttstöðulyftu. Hann byrjaði í 335,0 kíló svona upp á grínið og skildi svo keppinautana eftir í annarri tilraun með 362,5 kg sem er nýtt Íslandsmet. Það dugði til sigurs en Auðunn reyndi við 375,0 kíló í síðustu tilraun en þrátt fyrir hetjulegri baráttu hafði hann það ekki. Auðunn endaði síðan í 8.sæti í samalögðu á nýju Íslandsmeti (1050,0 kíló) en baráttan í flokknum var gríðarlega hörð. Íþróttir Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Komast meistararnir aftur á beinu brautina? Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Sjá meira
Auðunn Jónsson úr Breiðabliki varð í kvöld heimsmeistari í réttstöðulyftu á síðasta degi HM í kraftlyftingum í Púertó Ríkó en hann varð jafnframt áttundi í samanlögðu eftir harða keppni. Auðunn setti þrjú Íslandsmet í úrslitunum, í samanlögðu, í hnébeygju og svo í réttstöðulyftu þar sem hann vann heimsmeistaratitilinn. Hér fyrir neðan má sjá brot af lýsingu á keppninni í kvöld af heimasíðu Kraftlyftingasambandi Íslands. Auðunn byrjaði á því að lyfta 390,0 kíló í hnébeygju og hafði ekkert fyrir því. Í annari lyftu setti hann nýtt Íslandsmet með að lyfta 412,5 kílóum álíka auðveldlega. Í þriðju tilraun reyndi hann við 417,5 kíló og virtist eiga inni fyrir því, en lyftan mistókst og hann endaði þess vegna með 412,5 kíló og 8.sæti. Á bekknum byrjaði Auðunn í 262,5 kg. Axlarmeiðsl hafa hrjáð hann undanfarið og enginn vissi hversu mikil áhrif það myndi hafa. Fyrsta lyftan 262,5 kg kláraðist örugglega án þess að vera verulega sannfærandi. Önnur lyftan (272.5 kg) mistókst en í þriðju tilraun mætti Auðunn ákveðinn til leiks og fékk þrjú hvít ljós á 275,0 kílóa lyftu. Hann var þar alveg við sinn besta árangur og það dugði í 8.sæti. Auðunn fór til Púertó Ríkó með þann ásetning að taka gullið í réttstöðulyftu. Hann byrjaði í 335,0 kíló svona upp á grínið og skildi svo keppinautana eftir í annarri tilraun með 362,5 kg sem er nýtt Íslandsmet. Það dugði til sigurs en Auðunn reyndi við 375,0 kíló í síðustu tilraun en þrátt fyrir hetjulegri baráttu hafði hann það ekki. Auðunn endaði síðan í 8.sæti í samalögðu á nýju Íslandsmeti (1050,0 kíló) en baráttan í flokknum var gríðarlega hörð.
Íþróttir Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Valur | Komast meistararnir aftur á beinu brautina? Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Sjá meira