Handbolti

Slóvenar náðu aðeins jafntefli í Hvíta-Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Siarhei Rutenka er búinn að skora 20 mörk í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni EM.
Siarhei Rutenka er búinn að skora 20 mörk í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni EM. Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli eftir að Slóvenar náðu aðeins jafntefli í Hvíta-Rússlandi í hinum leik riðilsins í undankeppni EM 2014 í dag. Ísland hefur fullt hús, fjögur stig, eða einu meira en Slóvenar eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Slóvenar unnu átta marka sigur á Rúmenum í fyrsta leik en tókst ekki að taka bæði stigin með sér frá Hvíta-Rússlandi.Hvít-Rússar voru 16-14 yfir í hálfleik en leiknum endaði með jafntefli 32-32.

Siarhei Rutenka skoraði tíu mörk fyrir Hvít-Rússa og Dzianis Rutenka var með 7 mörk. Sebastian Skube, Gasper Marguc, Dragan Gajic og Jure Dolenec skoruðu allir fimm mörk fyrir Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×