Körfubolti

Dramatískur Haukasigur í Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Rósa Hálfdanardóttir var góð í dag.
Margrét Rósa Hálfdanardóttir var góð í dag. Mynd/Daníel
Siarre Evans tryggði Haukum eins stigs sigur á nýliðum Grindavíkur á vítalínunni þegar liðin mættust í eina leik dagsins í Dominosdeild kvenna í körfubolta. Haukar unnu leikinn 79-78, enduðu með því fjögurra leikja taphrinu og komust upp úr botnsæti deildarinnar.

Siarre Evans fékk tvö víti í blálokin í stöðunni 78-78. Hún klikkaði á fyrra vítinu en setti það síðara niður og tryggði Haukaliðinu sigurinn.

Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti mjög góðan leik í liði Hauka en hún var með 21 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Crystal Smith (22 stig/7 fráköst/8 stoðsendingar) og Petrúnella Skúladóttir (21 stig/8 fráköst/3 varin skot) voru allt í öllu hjá Grindavík sem hafði unnið sinn fyrsta leik í leiknum á undan.

Haukar voru 40-38 yfir í hálfleik en Grindavíkurkonur skoruðu 13 af fyrstu 15 stigum seinni hálfleik og náðu mest níu stiga forystu, 51-42. Haukaliðið svarði með tíu stigum í röð og var síðan skrefinu á undan á æsispennandi lokamínútum.



Grindavík-Haukar 78-79 (18-22, 20-18, 21-18, 19-21)

Grindavík: Crystal Smith 22/7 fráköst/8 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 21/8 fráköst/3 varin skot, Berglind Anna Magnúsdóttir 16, Helga Rut Hallgrímsdóttir 12/10 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 5, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/7 fráköst..

Haukar: Margrét Rósa Hálfdanardóttir 21/6 fráköst/6 stoðsendingar, Siarre Evans 16/15 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/6 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×