Búið er að fresta öllum körfuboltaleikjum kvöldsins en sex leikir áttu að fara fram í Dominos-deild og 1. deild karla.
Ekki er búið að ákveða leikdaga með neina leiki nema leik Snæfells og KFÍ. Ísfirðingar komu í Hólminn í gær en dómarar hafa væntanlega ekki komist vestur.
Leikjum sem var frestað:
Snæfell - KFÍ
Þór Þ. - KR
ÍA - Haukar
Hamar - Þór Ak.
Valur - FSu
Körfubolti